Sögulegur jarðskjálfti skók austurströndina Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 15:09 Skjálftinn fannst vel í New York, en þar eru jarðskjálftar ekki tíðir. Getty/Diana Robinson Íbúar New York og nærliggjandi svæða fundu í dag fyrir sjaldgæfum jarðskjálfta. Jarðskjálfti þessi, sem fannst víða á norðanverðri austurströnd Bandaríkjanna, mældist 4,8 stig og eru upptök hans nærri Lebanon í New Jersey, um áttatíu kílómetra vestur af Manhattan. Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum. Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC. Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024 Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar. A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024 Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Jarðskjálftinn er sagður hafa fundist allt frá Philadelphia til Boston en jarðskjálftar eru ekki tíðir við austurströnd Bandaríkjanna, sem liggur á langt frá öllum flekaskilum. Þetta ku vera kröftugasti jarðskjálftinn í New Jersey í nærri því 250 ár og sá þriðji stærsti frá því mælingar hófust fyrir um 280 árum, samkvæmt fréttakonu NBC. Strongest #earthquake to strike New Jersey in nearly 250 years, and 3rd strongest on record for the state in 280 years of record-keeping (1737-2017). The only 2 stronger ones: a 5.2 mag in 1737 and 5.3 mag in 1783! Source: https://t.co/6v4s7mQI4E https://t.co/C7gjUKmtvl— Kathryn Prociv (@KathrynProciv) April 5, 2024 Mörgum íbúum New York er sagt hafa brugðið við jarðskjálftann, sem stóð yfir í allt að þrjátíu sekúndur. Ekki liggur fyrir hvort jarðskjálftinn hafi valdið miklum skemmdum eða manntjóni en Kathy Hochul, ríkisstjóri New York hefur sagt það til skoðunar. A 4.8 magnitude earthquake hit west of Manhattan and has been felt throughout New York.My team is assessing impacts and any damage that may have occurred, and we will update the public throughout the day.— Governor Kathy Hochul (@GovKathyHochul) April 5, 2024 Jarðskjálftinn varð um klukkan 10:20 að staðartíma, samkvæmt frétt New York Times. Þá var starfsemi nokkurra flugvalla stöðvuð um tíma. Að öðru leyti virðist sem jarðskjálftinn hafi lítil áhrif haft.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira