Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. apríl 2024 18:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, og félagsmálaráðherra. Hans bíður nú það verk að ræða framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04