Íbúar í Árborg verða orðnir 33 þúsund árið 2050 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. apríl 2024 12:30 Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Árborgar, sem var frummælandi á opnum fundi á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir ýmis mál í Sveitarfélaginu Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar í Sveitarfélaginu Árborg verða orðnir þrjátíu og þrjú þúsund árið 2050 samkvæmt nýjum íbúaþróunartölum en eru í dag um tólf þúsund. Mesta áskorunin er nægilegt magn af heitu vatni fyrir alla nýju íbúana, en kalda vatnið er ekkert vandamál, það kemur nóg af því frá Ingólfsfjalli. Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mannfjöldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sveinn Ægir Birgisson var gestur á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Árborg í gær en hann situr í bæjarstjórn fyrir hönd flokksins og er meðal annars formaður Eigna- og veitunefndar. Sjálfstæðisflokkurinn er í hreinum meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Sveinn Ægir kom víða í erindi sínum. Hann sagði til dæmis frá því að það ætti að bæta sex deildum við leikskólann Jötunheima á Selfossi, en hann er sex deilda í dag. Þá er verið að byggja og byggja við nýjasta skóla sveitarfélagsins, Stekkjarskóla á Selfossi og þá hefur verið stofnaður starfshópur um uppbyggingu sundlaugarmannvirkja í Árborg svo eitthvað sé nefnt. Málefni Selfossveitna og heita vatnsins á Selfossi komu líka til umræðu á fundinum en vegna mikillar fólksfjölgunar í bæjarfélaginu þá vantar meira og meira af heitu vatni og er stöðugt verið að bora og leit af nýju heitu vatni. „Það sem í rauninni gefur okkur líka upp er að efnablandan á vatninu er ekkert endilega sú sama í sumum af þessum holum, sem gefur okkur jafnvel vísbendingu um að það séu tvö hitaveitukerfi innanbæjar á Selfossi, þar að segja tveir pottar, sem eru aðskildir. En við vitum líka alveg að við þurfum svo ógeðslega mikið vatn á næstu árum að við verðum að fara að leita lengra og fari í meiri fjárfestingu og dýrar fjárfestingar til að fá vatn,” sagði Sveinn Ægir. Í máli Sveins Ægis kom fram að nýrri spá um íbúaþróun í Árborg er gert ráð fyrir að íbúarnir verði orðnir um 33 þúsund árið 2050 en þeir eru í dag tæplega 12 þúsund. Það er því mikil vinna fram undan við að bora eftir heitu vatni og vonast til þess að finna það. Hann sagði jafnframt að kalda vatnið væri ekki vandamálið, það kæmi nóg af því frá Ingólfsfjalli. „En kannski er tími heitavatns, ódýrs heitavatns að renna undir lok af því að við þurfum að fara að sækja lengra og þá gefur auga leið að það er meiri kostnaður, bæði að dæla vatninu og leggja lagnir. Í kalda vatninu þá eru það 10 sekúndulítrar per þúsund manns, það er þumalputta reglan en við erum að afhenda um 120 sekúndulítra í dag en við getum léttilega bætt við okkur meira af köldu vatni. Maður hefur minni áhyggjur af kalda vatninu, heitavatnið er hitamálið,” sagði Sveinn Ægir. Nú er verið að bora á fullum krafti eftir heitu vatni við Ölfusá rétt við Hótel Selfoss en endanleg niðurstaða vegna borunarinnar liggur ekki fyrir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mannfjöldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira