Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. apríl 2024 12:00 Yung Lean treður upp í Hörpu í október næstkomandi. Martin Philbey/WireImage Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu. Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Jonatan Leandoer, betur þekktur sem Yung Lean, er af mörgum talinn einn áhrifamesti hip hop tónlistarmaður 21. aldarinnar. Eftir að hafa skotist upp á stjörnuhimininn árið 2013, þá aðeins 17 ára, með laginu Ginseng Strip 2002 hefur hann gefið út feikivinsælar plötur á borð við Unknown Memory, Warlord og Stranger. Þar má finna lög á borð við Yoshi City, Red Bottom Sky og Agony svo einhver séu nefnd auk fjölmargra annarra sem notið hafa vinsælda á heimsvísu. Meðal samstarfsfólks hans á undanförnum árum má nefna Frank Ocean, Travis Scott, Skrillex og FKA Twigs. Sömuleiðis hefur hann spilað á tónleikum víða um heiminn og komið fram á tónlistarhátíðum á borð við Coachella. „Óumdeildur frumkvöðull í tónlistinni sem hefur, ásamt samstarfsmönnum sínum oft kenndum við Sad Boys, frá upphafi ferils síns komið hlustendum á óvart með sinni einskæru snilld. Yung Lean hefur áður heimsótt Íslands og spilað í Hörpu og Kaplakrika við frábærar undirtektir. Gestir á tónleikunum í Eldborg mega búast við að sjá einn af risum evrópsks tónlistarlífs í fantaformi, eitthvað sem enginn tónlistarunnandi má láta framhjá sér fara. Forsala miða hefst fimmtudaginn 11. apríl í Nova appinu og fyrir áskrifendur póstlista Garcia Events. Almenn miðasala hefst laugardaginn 13. apríl,“ segir í fréttatilkynningu.
Tónlist Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“