Yfirlæti forsetaframbjóðenda fer í taugarnar á Ragnari Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 23:41 Ragnar Þór Ingólfsson tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á fjölda frambjóðenda. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur ekki undir með þeim sem pirra sig á þeim mikla fjölda frambjóðenda til embættis forseta sem borist hafa undanfarna mánuði. Hann segir það vera forréttindi að í landinu okkar geti nánast hver sem er gefið kost á sér án of þröngra skilyrða. Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Honum finnst að frelsið til að bjóða sig fram sé grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi og réttur sem ekki megi með nokkru móti skerða. Þetta segir Ragnar í færslu sem hann birti á síðu sína á Facebook fyrr í dag. „Kæru vinir. Ég hef tekið ákvörðun um að bjóða mig fram til embættis forseta Íslands,“ byrjar hann færsluna á en tekur skýrt fram í lok hennar að um smellibeitu hafi verið að ræða. Hann segir þetta vera orðið yfirlýsing sem hljómar kunnuglega í eyrum fólks þessa dagana og að svo virðist sem mikli áhuginn á embættinu, sem raungerist í miklum fjölda frambjóðenda, fari fyrir brjóstið á flestum sem hann talar við. Því er hann algjörlega ósammála. „Við búum við þau forréttindi að í landinu okkar getur nánast hver sem er boðið sig fram til embættis forseta. Án þess að skilyrði til þess séu of þröng,“ skrifar Ragnar. „Hitt er annað mál að peninga og valdaöflin munu að öllum líkindum ráða því á endanum hver hlýtur hnossið því möguleikar meðal Jóns og meðal Gunnu eru litlir sem engir þegar á hólminn er komið. En það breytir ekki mikilvægi þess að geta boðið sig fram, en þeim möguleika er ekki til að dreifa í nær öllum samanburði á heimsvísu,“ segir hann. Lítur á þetta sem lýðræðisveislu Hann spyr sig hver staðan væri ef við hefðum einungis „tvo kolruglaða karla á níræðisaldri“ úr að velja og á þá væntanlega við bandarísku hliðstæður frambjóðendanna, þá Joe Biden og Donald Trump. „Í grunninn, finnst mér persónulega, að hafa frelsið og möguleika til að bjóða sig fram vera grundvöllur lýðræðis í okkar samfélagi, réttur sem ekki má með nokkru móti skerða. Ég horfi á þetta sem lýðræðisveislu sem við eigum öll að fagna. Ég hef meiri áhyggjur af því að of margir heltist úr lestinni frekar en hitt. Að heyra ekki sjónarmið og skoðanir þeirra sem eru nær raunveruleika venjulegs fólks en ekki hluti af einhverri elítu,“ segir Ragnar. Þau sem talað er orðið um sem líkleg til árangurs séu farin að tala öðruvísi og klæða sig með öðrum hætti. Þetta hafi hann oft orðið var við í gegnum tíðina þegar forsetaefni stígi fram. „Þetta fer einhvern veginn alltaf í taugarnar á mér. Af hverju getur fólk ekki bara verið venjulegt eins og við hin í stað þess að ávarpa okkur, tala til okkar með yfirlætislegum og háfleygum hætti?“ spyr Ragnar sig. „Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með frambjóðendunum, þeim sem komast í gegnum fyrstu síuna, og heyra hvað þeir hafa fram að færa annað en eigið ágæti, köllun, menntun og pólitíska “sigra”.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira