Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 08:59 Drengur fær sér vatn að drekka við strætisvagnastöð á heitum sumardegi í Hyderbad á Indlandi. AP/Mahesh Kumar Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Sjá meira
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35