Hnattrænt hitamet slegið tíunda mánuðinn í röð Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2024 08:59 Drengur fær sér vatn að drekka við strætisvagnastöð á heitum sumardegi í Hyderbad á Indlandi. AP/Mahesh Kumar Mánaðarhitamet var slegið á jörðinni í mars, tíunda mánuðinn í röð. Sumir vísindamenn óttast nú að hitinn taki ekki að lækka þrátt fyrir að veðurfyrirbrigðinu El niño sloti á næstu mánuðum. Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Meðalhiti jarðar í mars var 14,14 gráður á Celsíus, tíunda hluta úr gráðu hlýrri en mars árið 2016 samkvæmt tölum evrópsku loftslagsstofnunarinnar Kópernikusar. Það var 1,68 gráðum hlýrra en viðmiðunartímabil fyrir iðnbyltingu þegar menn hófu að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Sjávarhiti í mars var sá hæsti sem hefur mælst. Veðurfyrirbrigðið El niño, náttúruleg sveifla í sjávarhita í Kyrrahafi, hefur magnað upp þá hnattrænu hlýnun sem á sér stað af völdum manna frá því í fyrra. Frá því í júní hefur nýtt mánaðarmet verið sett í hverjum mánuði á jörðinni, oft með miklum mun. Samantha Burgess, aðstoðarforstjóri Kópernikusar, segir að marsmetið sé ekki eins afgerandi og sum þeirra sem hafa verið sett síðasta árið. „Við höfum haft metmánuði sem hafa verið enn óvanalegri,“ segir Burgess við AP-fréttastofua en „stefnan er ekki í rétta átt“. Hitaöfgarnar komu á óvart og torvelda spár um framtíðina Vísindamenn gera ráð fyrir að El niño sloti á næstu mánuðum. Þá ætti að draga úr hnattræna hitanum tímabundið. Öfginn í hlýindum undanfarinna mánaða fær suma sérfræðinga til þess að setja spurningamerki við það. El niño byrjaði að myndast í júní og náði hámarki sínu í desember. Hitametum var hins vegar splundrað í september. Veðurfyrirbrigðið útskýrir því ekki alla hlýnunina undanfarið. „Spár okkar um 2023 brugðust nokkuð hressilega. Ef fyrri tölfræði dugar ekki til þá verður miklur erfiðara að segja til um hvað gerist í framtíðinni,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimstofnunar NASA (GISS) sem heldur meðal annars gögn um meðalhita jarðar, við breska ríkisútvarpið BBC. Burgess frá Kópernikusi segir vísindamenn enn reyna að ná utan um hvað breyttist svo skyndilega um mitt síðasta ár til þess að átta sig á hvort að öfgahitinn hafi verið tímabundið frávik í langtímahlýnuninni eða merki um að loftslag jarðar sé komið yfir einhvers konar þröskuld þar sem það byrjar að hlýna hraðar. „Ef við sjáum enn methita í Norður-Atlantshafi eða annars staðar við lok sumars erum við virkilega komin á ókannaðar lendur,“ segir Schmidt. Horfur eru á að La niña, andstæða El niño, gæti tekið við síðar á þessu ári en fyrirbrigðið hefur almennt í för með sér tímabundna kólnun meðalhita jarðar. Ekkert mun þó hefta áframhaldandi hlýnun jarðar nema að menn hætti stórfelldum bruna á jarðefnaeldsneyti. „Stefnan breytist ekki nema styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum hætti að aukast sem þýðir að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og eyða skógum og rækta matinn okkar á vistvænni hátt eins fljótt og hægt er,“ segir Jennifer Francis frá Woodwell-loftslagsrannsóknamiðstöðinni við AP.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22 „Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Sjá meira
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. 7. mars 2024 07:22
„Við erum áhyggjufull yfir stöðu mála“ Árið 2023 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga. Hitastigið var að meðaltali 1,48 gráðum yfir meðalhitanum fyrir iðnbyltingu og því afar nærri 1,5 mörkunum sem kveðið er á um í Parísarsáttmálanum. Formaður Landverndar kveðst áhyggjufull af stöðunni og segir aðalatriðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 9. janúar 2024 19:35