Bernard Langer frestar kveðjustundinni á Masters um eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 16:01 Bernard Langer í græna jakkanum fræga en þýsku kylfingurinn vann Mastersmótið bæði 1985 og 1993. Getty/Andrew Redington Bernard Langer hefur unnið Mastersmótið í golfi tvisvar sinnum og líkt og allir fyrrum meistarar þá má hann alltaf taka þátt í risamótinu. Þýski kylfingurinn verður þó ekki með í ár. Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Masters-mótið Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Masters-mótið Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira