Innlent

Ríkisráðsfundur á Bessa­stöðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ný ríkisstjórn á Bessastöðum.
Ný ríkisstjórn á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm

Ráðherrar í verðandi ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar mættu allir sem einn á Bessastaði í kvöld þar sem tveir fundir fóry fram. Bein útsending var frá Bessastöðum á Vísi og Stöð 2 Vísi.

Fyrri fundurinn hefst klukkan 19 en þar verða tillögur sem staðfestar hafa verið utan ríkisráðs bornar undir Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands til endurstaðfestingar. Þeirra á meðal tillaga Katrínar Jakobsdóttur frá því á sunnudag um að veita ráðuneyti hennar lausn frá störfum.

Að loknum þeim fundi er reiknað með því að forseti ávarpi blaðamenn áður en ráðherrar í nýrri ríkisstjórn setjast til skrafs og ráðagerða með forseta og reglubundin hópmyndataka fer fram.

Heimir Már Pétursson var á staðnum og lýsti því sem fram fór.

Helstu brot má sjá á sjónvarpsvef Vísis og Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×