Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 12:09 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sinn annan fyrsta dag í forsætisráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Bjarni Benediktsson tók í gær við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar úr embættinu til þess að bjóða sig fram til forseta. Fljótlega í kjölfar þess að tilkynnt var að Bjarni tæki við stofnaði Eva Lín Vilhjálmsdóttir undirskriftalista fyrir fólk sem segir Bjarna ekki hafa þeirra traust sem forsætisráðherra. „Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: „Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun.“ Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra,“ segir í lýsingu undirskriftalistans. Fólk hafi rétt á því að vera ósammála Bjarni segir fólki frjálst að eiga sínar skoðanir enda sé Ísland eitt frjálsasta og mesta velmegunarríki heims. „Fólk hefur rétt til þess að mótmæla og skrifa undir undirskriftalista. Það verður að fara að skoðast sem hluti af eðlilegri framkvæmd lýðræðis á Íslandi að það séu ekki allir á einni og sömu skoðuninni. Þó að nokkur þúsund manns skrifi undir lista eða jafnvel tíu sinnum fleiri en það kjósi einhvern annan flokk, þá er það bara þannig,“ segir Bjarni. Hlustar á gagnrýnisraddirnar Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið flest atkvæði í síðustu kosningum og að hann hafi farið inn á þing með flest atkvæði allra þingmanna á baki sér. „Að sjálfsögðu er ég að hlusta og ég fylgist með því sem er að gerast í samfélaginu. En ef maður eyðir allri sinni orku í að elta uppi síðustu röddina sem er manni ósammála, þá gerir maður ekkert annað,“ segir Bjarni. Hann ætlar að nota sína orku til að tryggja það sem býr í hans hjarta og það sem hann hefur lofað kjósendum flokksins.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira