McIlroy upp með sér vegna orða Tigers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2024 15:00 Tiger Woods hefur talað vel um Rory McIlroy í aðdraganda Masters-mótsins. getty/David Cannon Rory McIlroy er upp með sér yfir orðum Tigers Woods að hann geti unnið Masters-mótið sem hefst á morgun. McIlroy hefur unnið öll risamótin í golfi, nema Masters. Hann vann Opna bandaríska 2011, PGA meistaramótið 2012 og 2014 og Opna breska 2014. Norður-Írinn komst næst því að vinna Masters fyrir tveimur árum þegar hann endaði í 2. sæti á eftir Scottie Scheffler. Þrátt fyrir að McIlroy hafi ekki unnið risamót í áratug hefur Tiger mikla trú á honum og segir að fyrr en síðar muni hann ná alslemmunni; að vinna öll fjögur risamótin í golfinu. „Engin spurning, einn daginn mun hann gera það,“ sagði Tiger sem er einn fimm manna sem hafa unnið öll fjögur risamótin. Hinir eru Jack Nicklaus, Gene Sarazen, Ben Hogan og Gary Player. „Rory er of hæfileikaríkur, of góður. Hann mun spila á þessu móti í mörg ár í viðbót. Hann vinnur það. Það er bara spurning hvenær. Ég held að Rory verði frábær Masters-sigurvegari einn daginn og það gæti gerst núna.“ McIlroy tók hrósi Tigers fagnandi og var upp með sér vegna orða Bandaríkjamannsins. „Það er gaman að heyra besta kylfing allra tíma, að mínu mati, segja eitthvað svona,“ sagði McIlroy. „Þýðir það að það muni gerast? Augljóslega ekki. En hann hefur verið svo að lengi í þessu að hann veit ég á allavega möguleika. Það er ekki eins og ég hafi ekki verið nokkuð góður leikmaður síðustu áratugi.“ McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters 2021 og 2023 en lenti í 2. sæti 2022 eins og áður sagði. Tiger vann Masters síðast 2019. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Golf Masters-mótið Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
McIlroy hefur unnið öll risamótin í golfi, nema Masters. Hann vann Opna bandaríska 2011, PGA meistaramótið 2012 og 2014 og Opna breska 2014. Norður-Írinn komst næst því að vinna Masters fyrir tveimur árum þegar hann endaði í 2. sæti á eftir Scottie Scheffler. Þrátt fyrir að McIlroy hafi ekki unnið risamót í áratug hefur Tiger mikla trú á honum og segir að fyrr en síðar muni hann ná alslemmunni; að vinna öll fjögur risamótin í golfinu. „Engin spurning, einn daginn mun hann gera það,“ sagði Tiger sem er einn fimm manna sem hafa unnið öll fjögur risamótin. Hinir eru Jack Nicklaus, Gene Sarazen, Ben Hogan og Gary Player. „Rory er of hæfileikaríkur, of góður. Hann mun spila á þessu móti í mörg ár í viðbót. Hann vinnur það. Það er bara spurning hvenær. Ég held að Rory verði frábær Masters-sigurvegari einn daginn og það gæti gerst núna.“ McIlroy tók hrósi Tigers fagnandi og var upp með sér vegna orða Bandaríkjamannsins. „Það er gaman að heyra besta kylfing allra tíma, að mínu mati, segja eitthvað svona,“ sagði McIlroy. „Þýðir það að það muni gerast? Augljóslega ekki. En hann hefur verið svo að lengi í þessu að hann veit ég á allavega möguleika. Það er ekki eins og ég hafi ekki verið nokkuð góður leikmaður síðustu áratugi.“ McIlroy komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters 2021 og 2023 en lenti í 2. sæti 2022 eins og áður sagði. Tiger vann Masters síðast 2019. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Golf Masters-mótið Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira