Þrjátíu þúsund skrifað undir gegn Bjarna og bætist í hópinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2024 06:37 Sitt sýnist hverjum um nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Alls höfðu 27.329 einstaklingar sett nafn sitt í morgunsárið á undirskriftalista á island.is sem ber yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“. Stöðugt fjölgar í söfnuninni sem rauf þrjátíu þúsund manna múrinn um ellefuleytið í morgun. Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 . Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Aðeins þeir sem hafa rafræn skilríki geta skrifað undir á island.is. Þrjátíu þúsund manns svarar til um átta prósent landsmanna. Undirskriftalistinn var stofnaður í fyrradag, sama dag og ný ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman í fyrsta sinn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Forysta hans hefur verið gagnrýnd, bæði meðal stjórnarandstöðunnar og almennings, en lögregla lét til sín taka bæði við Bessastaði og í Alþingishúsinu í gær, þegar gerð voru hróp að Bjarna af þingpöllunum. Ný ríkisstjórn var til umræðu í Pallborðinu í gær, þar sem gestir voru meðal annars spurðir að því hvort þeir teldu að stjórnin myndi lifa út kjörtímabilið. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, taldi svo vera og að stjórninni myndi farnast mjög vel. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sagðist hafa farið fram og til baka með það í gegnum tíðina hvort stjórnin væri að springa og hún væri orðin þreytt á að spá í því. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagðist hins vegar spá því að samstarfið myndi ekki halda. „Það verði Vinstri græn sem aftur skilji við Sjálfstæðisflokkinn. Nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, muni við gott tækifæri skilja Bjarna aftur eftir í kuldanum eins og Katrín gerði.“ Fréttin var uppfærð 11:45 .
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Pallborðið Tengdar fréttir Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Pallborðið: Fortíðardraugar og framtíðaráskoranir nýrrar ríkisstjórnar Ráðherrar, gamlir og nýir, taka við lyklavöldum í fjórum ráðuneytum í dag, eftir myndun nýrrar ríkistjórnar í kjölfar samningaviðræðna síðustu daga. 10. apríl 2024 08:57