Tiger Woods spilar samhliða áhugamanni eftir erfiðan gærdag Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. apríl 2024 10:16 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar í gær eftir að hann spilaði 23 holur á föstudaginn. Vísir/Getty Tiger Woods lenti í miklum erfiðleikum á þriðja degi Masters. Hann fór hringinn á 82 höggum, hans versti árangur frá upphafi, og situr nú í 52. sæti. Í dag leikur hann samhliða áhugamanninum Neal Shipley. Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. „Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. Tiger Woods cards his worst round ever at The Masters with an 82. pic.twitter.com/Er1oSgyBdz— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 13, 2024 Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. Neal Shipley, a grad student at Ohio State, finished runner-up in the U.S. Amateur. Lone amateur to make the cut at the Masters, so he's guaranteed to be in Butler Cabin for the ceremony. And his Sunday pairing: Tiger Woods. What a week. pic.twitter.com/8kdKqqmMRp— Dan Rapaport (@Daniel_Rapaport) April 13, 2024 „Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn. Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30. Masters-mótið Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger fór fyrstu þrjá holurnar á pari, skolli á fjórðu og sló fugl á fimmtu. Eftir það lá leiðin niður á við og Tiger endaði 10 höggum yfir, 82 samtals. „Ég var ekki að slá eða pútta vel. Ég átti erfiða upphitun en hélt áfram í allan dag. Skaut boltanum á staði sem hann átti alls ekki að fara. Klikkaði á auðveldum púttum, fullt af þeim“ sagði Tiger við fréttamenn eftir hringinn. Tiger Woods cards his worst round ever at The Masters with an 82. pic.twitter.com/Er1oSgyBdz— Sky Sports Golf (@SkySportsGolf) April 13, 2024 Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Tiger fer yfir 80 högga hring á stórmóti, fyrst árið 2002 á opna meistaramótinu og aftur árið 2015 á opna bandaríska. Versti árangur hans á Masters var áður 78 högg árið 2022. Tiger dró sig úr keppni fyrir lokadaginn á Masters í fyrra. Hann ætlar ekki að gera það í ár, þrátt fyrir erfiðan dag í gær. Í dag leikur hann samhliða eina áhugamannakylfingi mótsins, Neal Shipley. Neal Shipley, a grad student at Ohio State, finished runner-up in the U.S. Amateur. Lone amateur to make the cut at the Masters, so he's guaranteed to be in Butler Cabin for the ceremony. And his Sunday pairing: Tiger Woods. What a week. pic.twitter.com/8kdKqqmMRp— Dan Rapaport (@Daniel_Rapaport) April 13, 2024 „Tiger verður ósáttur við þessa umferð. Ég held að 23 holur á föstudag hafi gert honum erfitt fyrir. Alltaf ánægjulegt að sjá hann aftur á Masters samt“ sagði Butch Harmon, þjálfari Tiger fyrir lokadaginn. Lokadagur Masters verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17:30.
Masters-mótið Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira