Scheffler í sérflokki á Masters Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 23:06 Sá besti í dag. Andrew Redington/Getty Images Scottie Scheffler kom sá og sigraði Mastersmótið í golfi í ár. Þetta er í annað sinn sem hann fer með sigur af hólmi á Mastersmótinu á aðeins þremur árum. Hann var í forystu nær allan dag þrjú og þrátt fyrir að aðrir kylfingar hafi nartað í hælana á honum á degi fjögur þá hélt hann ró sinni og landaði öruggum sigri. A dominant Sunday performance. #themasters pic.twitter.com/d3HLfXZOm7— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 Scheffler lék á fjórum höggum undir pari í dag, sunnudag, og lauk mótinu á samtals 11 höggum undir pari. Hann var í algjörum sérflokki en Ludvig Åberg var í 2. sæti á 7 höggum undir pari og Collin Morikawa endaði þriðji á 5 höggum undir pari. Hinn 27 ára gamli Scheffler kann greinilega við sig á Augusta-golfvellinum þar sem Mastersmótið fer fram en hann vann mótið einnig árið 2022. Fyrir mótið í ár var hann á toppi heimslistans í golfi og fer ekki af toppnum í bráð eftir sigur helgarinnar. pic.twitter.com/6a2QHQJuAb— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 Golf Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hann var í forystu nær allan dag þrjú og þrátt fyrir að aðrir kylfingar hafi nartað í hælana á honum á degi fjögur þá hélt hann ró sinni og landaði öruggum sigri. A dominant Sunday performance. #themasters pic.twitter.com/d3HLfXZOm7— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024 Scheffler lék á fjórum höggum undir pari í dag, sunnudag, og lauk mótinu á samtals 11 höggum undir pari. Hann var í algjörum sérflokki en Ludvig Åberg var í 2. sæti á 7 höggum undir pari og Collin Morikawa endaði þriðji á 5 höggum undir pari. Hinn 27 ára gamli Scheffler kann greinilega við sig á Augusta-golfvellinum þar sem Mastersmótið fer fram en hann vann mótið einnig árið 2022. Fyrir mótið í ár var hann á toppi heimslistans í golfi og fer ekki af toppnum í bráð eftir sigur helgarinnar. pic.twitter.com/6a2QHQJuAb— The Masters (@TheMasters) April 14, 2024
Golf Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira