„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:39 Eldurinn í spíralinum var mest áberandi. AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen. Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun. Bæði er unnið að því að slökkva eldinn, sem og að því að bjarga verðmætum en inni í húsinu voru fjölmörg listaverk og önnur verðmæti. Klippa: Spírallinn í Børsen fellur Børsen er eitt elsta hús Kaupmannahafnar og var byggð árið 1625, hefði orðið fjögur hundruð ára á næsta ári. Enn er unnið að því að slökkva eldinn.AP/Emil Helms/Ritzau Scanpix Um tíma var búið að loka fjölmörgum umferðargötum í borginni og mynduðust langar raðir bíla þar. Í kringum bygginguna safnaðist fjöldi fólks til þess að freista þess að sjá eldtungurnar. Meðlimir danska þingsins frestuðu öllum þeirra fundum í morgun vegna brunans. Kristjánsborgarhöll, þinghúsið í Danmörku, er nálægt Børsen og þurfti að rýma hluta hallarinnar. Tilfinningarnar báru suma ofurliði þegar þeir horfðu á brunann.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Jakob Engel-Schmidt, menningarmálaráðherra Danmerkur, segir brunann hörmung fyrir danska menningarsögu. „Þessi merki spírall, sem táknar bæði glæsileikann og gildin sem voru í huga þegar byggingin var hönnuð og sköpuð með á sínum tíma,“ segir Engel-Schmidt. Spírallinn féll að lokum.AP/Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir atvikið vera hræðilegt. „Hluti af danskri sögu logar. Kauphöllinn er ein af merkustu byggingum Kaupmannahafnar og merki um fjögur hundruð ára viðskiptasögu Danmerkur,“ segir Mette í færslu á Facebook-síðu sinni. Brian Mikkelsen, forstjóri Viðskiptaráðs Danmerkur (Dansk Erhverf), segir brunann vera þjóðarhörmung. „Við hlupum inn og náðum í nokkra hluti sem skipta máli fyrir danska sögu. En það er byggingin sjálf, sem hefur verið tákn um danskt viðskiptalíf í yfir fjögur hundruð ár. Þetta er ein mikilvægasta bygging Danmerkur,“ segir Mikkelsen.
Stórbruni í Børsen Danmörk Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira