Kjósa þarf aftur til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2024 13:45 Guðrún er prestur í Grafarvogskirkju og Guðmundur í Lindakirkju. Vísir/Einar Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. Samkvæmt reglum um biskupskjör skal kjósa á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði ef enginn fær meirihluta atkvæða. Það þeirra verður réttkjörinn biskup Íslands sem fær meirihluta úr þeirri kosningu. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. Samkvæmt tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar er stefnt að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi. Atkvæðagreiðslu til biskupskjörs lauk á hádegi í dag. Atkvæðagreiðsla hófst þann 11. apríl. Kosið var á milli þriggja presta sem fengu flestar tilnefningar. Það voru þau Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97% Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11% Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48% Kosið var á milli þeirra Guðmundar Karls Brynjarssonar, prests í Lindakirkju, Elínborgar Sturludóttur, prests í Dómkirkjunni og Guðrún Karls Helgudóttur, prests í Grafarvogskirkju.Vísir/Einar Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt eiga aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá eiga einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. 26. mars 2024 15:24 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Samkvæmt reglum um biskupskjör skal kjósa á milli þeirra tveggja sem hlutu flest atkvæði ef enginn fær meirihluta atkvæða. Það þeirra verður réttkjörinn biskup Íslands sem fær meirihluta úr þeirri kosningu. Verði atkvæði jöfn skal hlutkesti ráða. Samkvæmt tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar er stefnt að seinni umferð kosningar hefjist fimmtudaginn 2. maí kl. 12:00 á hádegi og standi til þriðjudagsins 7. maí kl. 12:00 á hádegi. Atkvæðagreiðslu til biskupskjörs lauk á hádegi í dag. Atkvæðagreiðsla hófst þann 11. apríl. Kosið var á milli þriggja presta sem fengu flestar tilnefningar. Það voru þau Elínborg Sturludóttir, prestur í Dómkirkjunni, Guðmundur Karl Brynjarsson, prestur í Lindakirkju, og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Guðrún Karls Helgudóttir hlaut 839 atkvæði eða 45,97% Guðmundur Karl Brynjarsson hlaut 513 atkvæði eða 28,11% Elínborg Sturludóttir hlaut 465 atkvæði eða 25,48% Kosið var á milli þeirra Guðmundar Karls Brynjarssonar, prests í Lindakirkju, Elínborgar Sturludóttur, prests í Dómkirkjunni og Guðrún Karls Helgudóttur, prests í Grafarvogskirkju.Vísir/Einar Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt eiga aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá eiga einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Tengdar fréttir Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19 Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. 26. mars 2024 15:24 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Kosning til biskups Íslands hefst á hádegi í dag Kosning til biskups Íslands hefst klukkan 12 í dag og stendur til klukkan 12 þann 16. apríl. 11. apríl 2024 06:19
Biskupsefnin ekki stressuð á krossaskopi RÚV Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins voru þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram: Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir. 26. mars 2024 15:24