Ritskoðaður bjór fær blessun ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans, segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið. Að kæra ákvörðunina hefði tekið tíma. Aðsend/ÁTVR ÁTVR hefur lagt blessun sína yfir uppfært útlit bjórs úr smiðju Brewdog sem væntanlegur er í vínbúðir á næstu vikum þar sem límmiða hefur verið límt yfir teiknaðan fugl. Á límmiðanum stendur „Ritskoðað af ÁTVR“, en ríkisfyrirtækið hafði áður hafnað að setja bjórinn í sölu þar sem varan væri talin höfða sérstaklega til barna eða ungmenna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira