Vann sig upp úr þunglyndi með sænskum hugarþjálfara: „Ég varð bara önnur manneskja“ Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2024 08:02 Patrik Johannesen er mættur aftur út á völl eftir langa bið. vísir/Einar Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gekk í gegnum erfiða tíma eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir ári síðan. Hann er nú byrjaður að spila að nýju fyrir Breiðablik, í Bestu deildinni í fótbolta. Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Patrik kom inn á sem varamaður gegn Vestra um síðustu helgi og er spenntur fyrir sumrinu eftir afar erfitt ár. Til að vinna sig út úr þunglyndi sem fylgdi meiðslunum fékk hann góða aðstoð hugarþjálfara færeyska landsliðsins, hins sænska Igor Ardoris. „Hausinn var farinn í fyrra, og það má kalla það þunglyndi. Maður er ekki vanur að vera fyrir utan og horfa á alla hina leikmennina. Fyrsti leikurinn eftir þetta var gegn Víkingi á Kópavogsvelli og ég var lagður af stað heim eftir tíu mínútur, og gat ekki horft á þetta. Þannig var þetta í byrjun en svo sætti ég mig við stöðuna og fókusaði á að komast til baka,“ sagði Patrik á Kópavogsvelli í gær. „Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni“ Hann segir vinnuna með hugarþjálfaranum Ardoris hafa hjálpað sér mikið. „Við fórum að tala saman tvisvar í viku, í átta vikur, og það hentaði mér mjög vel að tala við hann um allt – bæði lífið og fótboltann. Hann er mjög góður. Ég varð bara önnur manneskja eftir þessar átta vikur með honum. Hausinn komst á réttan stað og ég gat haldið fókus á að koma til baka eftir meiðslin. Lágpunkturinn var að missa af Evrópukeppninni. Ég hafði prófað það með Klaksvík og komist í umspil, en núna var Breiðablik í riðlakeppni og það var erfiðast að missa af þeim leikjum. Við verðum bara að komast þangað aftur,“ sagði Patrik og brosti. Orðinn svolítið þreyttur á styrktarþjálfaranum Hann nýtti sér ekki bara aðstoð fyrir andlega styrkinn heldur kynntist líkamsstyrktarþjálfurum og sjúkraþjálfurum Breiðabliks vel síðustu misseri. „Ég var með Aroni Má [Björnssyni] í fyrra og var orðinn svolítið þreyttur á honum þarna í lok desember. Við vorum alltaf saman, og áttum mjög gott samstarf. Núna er Helgi [Jónas Guðfinnsson] kominn og það er eins varðandi hann. Helgi er mjög duglegur að vinna með mig til að fá mig til baka í toppstandi. Ég tek mínúturnar sem ég fæ og æfi eins mikið og ég get.“ Patrik fékk að spila tíu mínútur gegn Vestra á laugardaginn, í 4-0 sigri, og smám saman ættu stuðningsmenn Blika að fá að sjá manninn sem raðaði inn mörkum fyrir Keflavík og er landsliðsmaður Færeyja. „Þetta var geggjað. Tilfinningin eftir leik var mjög góð,“ sagði Patrik um leikinn á laugardag. Patrik fór að skellihlæja í tengslum við spurningar um hjúskaparstöðu. Hann er á lausu og hægt að finna hann á Instagram.vísir/Einar „Þetta var mjög erfitt í fyrra – að missa af Evrópukeppninni og öllum skemmtilegu leikjunum sem Breiðablik spilaði. Það er líka búið að vera erfitt að komast til baka, og missa af öllum leikjunum á undirbúningstímabilinu út af smá meiðslum. En núna held ég að staðan sé frábær.“ Patrik náði að spila fimm deildarleiki í fyrravor, undir stjórn Óskars Hrafns Þorvaldssonar. „Fyrstu fimm leikirnir með Blikum í fyrra voru mjög fínir fyrir mig. Ég var kominn með mark og stoðsendingu en svo fór krossbandið og það var mjög erfitt að missa allt tímabilið. Ég hef aldrei meiðst svona, fyrr á ferlinum. Ég fékk mikið traust frá Óskari og það var mjög erfitt fyrir mig að missa af öllu sem ég hafði ætlað mér með Breiðabliki,“ sagði Patrik sem er hins vegar einnig mjög ánægður undir stjórn Halldórs Árnasonar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira