Lífið

„Æsku­heimilið hans er bara rústir“

Helena Rakel Jóhannesdóttir og Jón Grétar Gissurarson skrifa
Jens Emil hafði búið einn í þorpinu í nokkur ár
Jens Emil hafði búið einn í þorpinu í nokkur ár RAX

Árið 2022 fór ljósmyndarinn Ragnar Axelsson til þorpsins Kap Hope á austurströnd Grænlands ásamt góðvini sínum Hjelmer Hammeken.

Tilgangur ferðarinnar var að fylgja síðasta íbúa þorpsins, Jens Emil, þegar hann færi þaðan í síðasta skipti. Mörg húsanna í þorpinu hafa staðið mannlaus um nokkurt skeið og félagarnir heimsóttu æskuheimili Hjelmers, sem hefur orðið veðrinu að bráð og er rústir í dag.

„Þeir sátu og horfðu á hvalina synda hjá.“

Þeir heimsóttu einnig hús vinar Jens, sem var fluttur úr þorpinu.

Jens Emil horfir dreyminn út um gluggann í húsi vinar síns.RAX

 Jens settist á bekk og rifjaði upp þegar þeir vinirnir sátu þar saman, horfðu út um gluggann og spjölluðu um daginn og veginn.

„Veðrið mun hægt og rólega eyða þessu þorpi.“

Veðrið er byrjað að brjóta niður húsin í Kap Hope.RAX

Ragnar náði myndum af húsunum í þorpinu áður en þau hverfa. Mörg litlu þorpanna á Grænlandi bíða sömu örlaga.

Söguna um ferð Ragnars í þorpið má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik, í spilaranum hér að neðan.

Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.