Golden State komst ekki í úrslitakeppnina en Lakers verður með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 06:30 Stephen Curry fær ekki tækifæri til að spila í úrslitakeppninni þar sem að Golden State Warriors tapaði í umspilinu í nótt. AP/Godofredo A. Vásquez Umspilskeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt og þar sendu liðsmenn Sacramento Kings Stephen Curry og félaga í sumarfrí. Los Angeles Lakers vann aftur á móti sinn leik og tryggði sér með því sæti í úrslitakeppni. Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024 NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira
Sacramento Kings vann öruggan 118-94 sigur á Golden State Warriors en þarf að vinna New Orleans Pelicans á föstudag til að komast í úrslitakeppnina. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fimm árum þar sem Warriors mistekst að komast í úrslitakeppnina en tvisvar hefur liðið setið eftir í umspilinu. Pelicans endaði í þeim leik eftir tap á móti Lakers en þar mættust liðin sem enduðu í 7. og 8. sæti í deildarkeppninni og fá því tvo leiki til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. Keegan Murray's #SoFiPlayIn-record 8 THREES lead the Kings to victory!They'll face NOP for the #8 seed Friday pic.twitter.com/6ATfC9NIJE— NBA (@NBA) April 17, 2024 Keegan Murray skoraði 32 stig í sigri Sacramento og De'Aaron Fox var með 24 stig. Murray skoraði átta þrista í leiknum þar af fjóra í fyrsta leikhlutanum. Harrison Barnes var með 17 stig og Domantas Sabonis bætti við 16 stigum og 12 fráköstum. Steph Curry skoraði 22 stig en Klay Thompson klikkaði aftur á móti á öllum tíu skotum sínum utan af velli og var stigalaus á 32 mínútum. Jonathan Kuminga og Moses Moody komu báðir með 16 stig af bekknum. AD, LeBron and DLo power Lakers to #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!@AntDavis23: 20 PTS, 15 REB, 3 BLK@KingJames: 23 PTS, 9 REB, 9 AST@Dloading: 21 PTS, 6 AST, 5 3PM pic.twitter.com/lhlii94m1f— NBA (@NBA) April 17, 2024 LeBron James, Anthony Davis og félagar í Lakers unnu 110-106 sigur á Pelicans en verðlaunin er að mæta meisturum Denver Nuggets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. James var með 23 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst. Davis bætti við 20 stigum og 15 fráköstum og D´Angelo Russell skoraði 21 stig. James hitti aðeins úr 1 af 5 þriggja stiga skotum sínum en hitti úr öllum tíu vítunum. Zion Williamson gerði allt sem hann gat en hann var með 40 stig og 11 fráköst fyrir New Orleans. Hann meiddist hins vegar 3:19 mínútum fyrir leikslok og munaði um það. The Lakers advance to the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel......while the Pelicans and Kings set up a Friday #SoFiPlayIn battle! pic.twitter.com/O9vvp9OMMo— NBA (@NBA) April 17, 2024
NBA Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Sjá meira