Kimmich tryggði Bayern sæti í undanúrslitum 17. apríl 2024 20:58 Joshua Kimmich og Harry Kane fagna sigurmarki Bayern. Vísir/Getty Bayern Munchen er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á Arsenal á heimavelli sínum í Munchen í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og einvígið var því galopið fyrir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og taktíska baráttan á milli þjálfaranna Mikel Arteta og Thomas Tuchel var mikil Gabriel Martinelli fékk líklega besta tækifæri fyrri hálfleiksins þegar hann átti skot úr vítateignum sem Manuel Neuer varði. Kraftur í Bayern eftir hlé Lið Bayern byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og strax í upphafi átti Leon Goretzka þrumuskot í þverslána á marki Arsenal og skot Raphael Guirrero í kjölfarið fór af varnarmanni í utanverða stöngina. Það var hins vegar Bayern sem skoraði fyrsta markið. Leroy Sane átti fyrirgjöf sem endaði hjá Guirrero. Hann sendi boltann aftur fyrir markið þar sem Joshua Kimmich mætti og skallaði boltann af öryggi í netið. Varnarmenn Arsenal gleymdu Kimmich algjörlega í teignum sem gat ekki annað en skorað. Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal sýnir vonbrigði sín.Vísir/Getty Mikel Arteta skipti bæði Leandro Trossard og Gabriel Jesus inn eftir markið en það hafði takmörkuð áhrif. Lið Bayern fékk hættuleg færi á næstu mínútum en Arsenal jók pressuna. Martin Ödegaard komst næst því að skora þegar Manuel Neuer varði vel gott skot frá Norðmanninum. Bayern hélt út og Arsenal tókst ekki að jafna og knýja fram framlengingu. Lokatölur 1-0 og Bayern er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í enn eitt skiptið. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Bayern Munchen er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á Arsenal á heimavelli sínum í Munchen í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og einvígið var því galopið fyrir leikinn í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn og taktíska baráttan á milli þjálfaranna Mikel Arteta og Thomas Tuchel var mikil Gabriel Martinelli fékk líklega besta tækifæri fyrri hálfleiksins þegar hann átti skot úr vítateignum sem Manuel Neuer varði. Kraftur í Bayern eftir hlé Lið Bayern byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og strax í upphafi átti Leon Goretzka þrumuskot í þverslána á marki Arsenal og skot Raphael Guirrero í kjölfarið fór af varnarmanni í utanverða stöngina. Það var hins vegar Bayern sem skoraði fyrsta markið. Leroy Sane átti fyrirgjöf sem endaði hjá Guirrero. Hann sendi boltann aftur fyrir markið þar sem Joshua Kimmich mætti og skallaði boltann af öryggi í netið. Varnarmenn Arsenal gleymdu Kimmich algjörlega í teignum sem gat ekki annað en skorað. Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal sýnir vonbrigði sín.Vísir/Getty Mikel Arteta skipti bæði Leandro Trossard og Gabriel Jesus inn eftir markið en það hafði takmörkuð áhrif. Lið Bayern fékk hættuleg færi á næstu mínútum en Arsenal jók pressuna. Martin Ödegaard komst næst því að skora þegar Manuel Neuer varði vel gott skot frá Norðmanninum. Bayern hélt út og Arsenal tókst ekki að jafna og knýja fram framlengingu. Lokatölur 1-0 og Bayern er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í enn eitt skiptið.