Ritskoðun bjóra: „Þetta er gert fyrir börnin“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2024 22:53 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs, mun standa í ströngu næstu daga við að líma miða á bjórdósirnar. bjarni einarsson Bjórinnflytjandi þurfti að líma fyrir mynd af fugli á bjórdós svo Vínbúðin samþykkti að selja hana. Hann segir það háð huglægu mati starfsmanna Vínbúðarinnar hvað komist þar í sölu. Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira