Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 22:27 Enn mallar eldur í rústum Børsen. Slökkvilið sotti meðal annars sérútbúinn flugvallarslökkvibíl sem átti að sprauta froðu yfir leifar af veggjum. Það gekk þó ekki og þurfti slökkvilið að halda áfram að nota háþrýstibyssur í staðinn. Slökkvilið Kaupmannahafnar Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. Børsen er tæplega fjögur hundruð ára gamalt ein sögufrægasta bygging Danmerkur. Stór hluti hennar svo gott sem til kaldra kola á þriðjudag. Endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár og er talið að eldurinn hafi kviknað í þakinu sem verið var að endurgera. Upptökin eru enn ókunn. Þrátt fyrir tilraunir slökkviliðs til þess að tryggja útveggi byggingarinnar hrundi einn þeirra um miðjan dag. Hann féll innávið og olli því ekki frekari hættu, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Stórvirkar vinnuvélar voru fluttar á staðinn til þess að hreyfa við brakinu í kvöld en slökkviliðið segir það áhættusamt þar sem hættan sé enn til staðar að útveggirnir hrynji. Der er nu ankommet svært entreprenørmateriel til #børsen. Det vil blive samlet og opstillet, inden det bringes i stilling. Når alt er på plads, vil indsatsen med at klippe stilladskonstruktionen begynde. Det er en risikofyldt opgave, risikoen for yderligere kollaps er absolut pic.twitter.com/rlXmOhfw30— Hovedstadens Beredskab (@HBeredskab) April 18, 2024 Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, segist hafa haft samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, í dag til þess að ræða hvaða lærdóm Danir geti dregið af endurreisn Maríukirkjunnar þar sem brann árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Endurreisn hennar á að ljúka á þessu ári. Danska viðskiptaráðið sem á Børsen hefur sagst vilja endurreisa bygginguna. „Við stöndum frammi fyrir miklu verki þegar kemur að því að endurbyggja Børsen með danska viðskiptaráðinu en við vitum að það er hægt að gera þetta hratt,“ sagði Anderson. Hidalgo sagði hún hafa boðið danskri sendinefnd að hitta þá sem stóðu að endurbyggingu kirkjuturna Maríukirkjunnar. Spírall sem var helsta kennileiti Børsen hrundi í eldsvoðanum. Eins og sjá má er gamla kauphöllinn grátt leikin eftir stórbrunann.Slökkvilið Kaupmannahafnar Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. 16. apríl 2024 07:23 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Børsen er tæplega fjögur hundruð ára gamalt ein sögufrægasta bygging Danmerkur. Stór hluti hennar svo gott sem til kaldra kola á þriðjudag. Endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár og er talið að eldurinn hafi kviknað í þakinu sem verið var að endurgera. Upptökin eru enn ókunn. Þrátt fyrir tilraunir slökkviliðs til þess að tryggja útveggi byggingarinnar hrundi einn þeirra um miðjan dag. Hann féll innávið og olli því ekki frekari hættu, að sögn danska ríkisútvarpsins DR. Stórvirkar vinnuvélar voru fluttar á staðinn til þess að hreyfa við brakinu í kvöld en slökkviliðið segir það áhættusamt þar sem hættan sé enn til staðar að útveggirnir hrynji. Der er nu ankommet svært entreprenørmateriel til #børsen. Det vil blive samlet og opstillet, inden det bringes i stilling. Når alt er på plads, vil indsatsen med at klippe stilladskonstruktionen begynde. Det er en risikofyldt opgave, risikoen for yderligere kollaps er absolut pic.twitter.com/rlXmOhfw30— Hovedstadens Beredskab (@HBeredskab) April 18, 2024 Sophie Hæstorp Anderson, borgarstjóri í Kaupmannahöfn, segist hafa haft samband við Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, í dag til þess að ræða hvaða lærdóm Danir geti dregið af endurreisn Maríukirkjunnar þar sem brann árið 2019, að sögn AP-fréttastofunnar. Endurreisn hennar á að ljúka á þessu ári. Danska viðskiptaráðið sem á Børsen hefur sagst vilja endurreisa bygginguna. „Við stöndum frammi fyrir miklu verki þegar kemur að því að endurbyggja Børsen með danska viðskiptaráðinu en við vitum að það er hægt að gera þetta hratt,“ sagði Anderson. Hidalgo sagði hún hafa boðið danskri sendinefnd að hitta þá sem stóðu að endurbyggingu kirkjuturna Maríukirkjunnar. Spírall sem var helsta kennileiti Børsen hrundi í eldsvoðanum. Eins og sjá má er gamla kauphöllinn grátt leikin eftir stórbrunann.Slökkvilið Kaupmannahafnar
Stórbruni í Børsen Danmörk Tengdar fréttir Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 „Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39 Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. 16. apríl 2024 07:23 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Toppurinn á spírunni fundinn: „Margir í sjokki og enn að ná sér“ Viðbragðsaðilar eru enn við störf við Børsen í Kaupmannahöfn. Rannsókn lögreglu á upptökum brunans er hafin en lögregla hefur enn ekki fengið að fara inn í húsið. Danir eru margir í áfalli yfir brunanum og vilji til að fara í endurbyggingu á því. 17. apríl 2024 11:00
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54
„Ein mikilvægasta bygging Danmerkur“ Eldur logar enn í Børsen í Kaupmannahöfn. Tekist hefur að bjarga miklu magni verðmæta sem geymd voru í byggingunni. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. Ekki er talið að neinn hafi slasast vegna brunans. 16. apríl 2024 11:39
Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. 16. apríl 2024 07:23