Að taka afstöðu er einkamál hvers og eins Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 21:01 „Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atvkæðum?“ sagði Baldur en Halla benti á fegurð lýðræðisins. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi. „Ásdísi Rán, ekki spurning,“ svaraði Jón Gnarr. „Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atkvæðum?“ sagði Baldur og uppskar hlátur frá Jóni. Baldur bætti þó við að hann væri að grínast. „Ég er þó sannfærður um það að ég myndi kjósa rétt.“ Halla gaf öllu ítarlegra svar, án þess þó að gefa upp nafn. „Ég verð að segja ykkur sögu þessu tengdu. Afi var hreppstjóri fyrir austan, aðeins austar en þú Baldur. Þar var alltaf mikið rætt um pólitík og síðan fóru allir inn að kjósa, og svo þurfti að innsigla atkvæðin. Hann sagði mér þessa sögu svo oft: Þegar það var verið að dreypa rauða vaxinu og innsigla hvert atkvæði. Það er auðvitað fegurð lýðræðisins. Þegar kemur að leikslokum, þegar þessari kosningabaráttu líkur, þá fær þjóðin að kjósa,“ sagði hún. „Við erum að reyna að fá fólk til að taka þátt í lýðræðinu, máta sig við ólíka frambjóðendur, hvaða gildi sýn og áherslur það vill sjá. En vitandi það að þegar kemur að lokametrunum þá er það fólkið í landinu sem kýs.“ Það svarar samt ekki spurningunni. Hvern myndir þú kjósa? „Jú það er akkúrat rúsínan í pylsuendanum, að við eigum þann rétt að fá að kjósa án þess að deila því með neinum öðrum. Þetta er í raun og veru einkamál hvers og eins að fá að taka þá afstöðu í friði,“ sagði Halla. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
„Ásdísi Rán, ekki spurning,“ svaraði Jón Gnarr. „Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atkvæðum?“ sagði Baldur og uppskar hlátur frá Jóni. Baldur bætti þó við að hann væri að grínast. „Ég er þó sannfærður um það að ég myndi kjósa rétt.“ Halla gaf öllu ítarlegra svar, án þess þó að gefa upp nafn. „Ég verð að segja ykkur sögu þessu tengdu. Afi var hreppstjóri fyrir austan, aðeins austar en þú Baldur. Þar var alltaf mikið rætt um pólitík og síðan fóru allir inn að kjósa, og svo þurfti að innsigla atkvæðin. Hann sagði mér þessa sögu svo oft: Þegar það var verið að dreypa rauða vaxinu og innsigla hvert atkvæði. Það er auðvitað fegurð lýðræðisins. Þegar kemur að leikslokum, þegar þessari kosningabaráttu líkur, þá fær þjóðin að kjósa,“ sagði hún. „Við erum að reyna að fá fólk til að taka þátt í lýðræðinu, máta sig við ólíka frambjóðendur, hvaða gildi sýn og áherslur það vill sjá. En vitandi það að þegar kemur að lokametrunum þá er það fólkið í landinu sem kýs.“ Það svarar samt ekki spurningunni. Hvern myndir þú kjósa? „Jú það er akkúrat rúsínan í pylsuendanum, að við eigum þann rétt að fá að kjósa án þess að deila því með neinum öðrum. Þetta er í raun og veru einkamál hvers og eins að fá að taka þá afstöðu í friði,“ sagði Halla.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10