Besti vinur úlfanna hlakkar til að tengjast áhorfendum í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. apríl 2024 21:01 Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Stöð 2 Margverðlaunaður franskur píanóleikari kemur fram með einni fremstu sinfóníuhljómsveit Þýskalands, Bamberg, í Hörpu annað kvöld. Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Hún kom að stofnun Verndunarmiðstöðvar fyrir úlfa í New York en á landareign hennar er rannsóknarsetur fyrir úlfa. „Það er svo mikill misskilningur í gangi um þessi dýr og hegðun þeirra en um leið er þetta topprándýr í vistkerfinu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki.“ Náttúran og dýraríkið er Hélène gríðarlegur innblástur. „Allt tengist. Allar greinar tilveru okkar; allt frá vísindum, til trúarbragða og lista. Allt á rætur í altæku innsæi og ef maður lítur á, sérstaklega þýsku rómantísku tónskáldin þá var náttúran æðsta andagift þeirra. Þar fundu þeir innblásturinn og styrk sinn. Og ég held að það sama eigi við um okkur. Hún er nokkuð sem er yfirþyrmandi en alls ekki á neikvæðan hátt. Náttúran fær mann til að fyllast lotningu vegna fegurðar og mikilfengleika. Þetta er merki um að það sé eitthvað miklu stærra en við sjálf þarna úti.“ Hún hlakkar til að tengjast íslenskum áhorfendum annað kvöld í gegnum tónlist og kyrrð. „Þegar tilfinningarnar taka völdin stöðvast tíminn, þá ríkir kyrrðin. Tengingin verður að vera til staðar og við verðum saman,“ segir Hélène um tónleikana annað kvöld. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Hörpu. Tónlist Dýr Menning Harpa Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hélène Grimaud er ekki aðeins framúrskarandi einleikari sem sér tónlist lit heldur líka mikill dýravinur. Hún kom að stofnun Verndunarmiðstöðvar fyrir úlfa í New York en á landareign hennar er rannsóknarsetur fyrir úlfa. „Það er svo mikill misskilningur í gangi um þessi dýr og hegðun þeirra en um leið er þetta topprándýr í vistkerfinu og gegnir mjög mikilvægu hlutverki.“ Náttúran og dýraríkið er Hélène gríðarlegur innblástur. „Allt tengist. Allar greinar tilveru okkar; allt frá vísindum, til trúarbragða og lista. Allt á rætur í altæku innsæi og ef maður lítur á, sérstaklega þýsku rómantísku tónskáldin þá var náttúran æðsta andagift þeirra. Þar fundu þeir innblásturinn og styrk sinn. Og ég held að það sama eigi við um okkur. Hún er nokkuð sem er yfirþyrmandi en alls ekki á neikvæðan hátt. Náttúran fær mann til að fyllast lotningu vegna fegurðar og mikilfengleika. Þetta er merki um að það sé eitthvað miklu stærra en við sjálf þarna úti.“ Hún hlakkar til að tengjast íslenskum áhorfendum annað kvöld í gegnum tónlist og kyrrð. „Þegar tilfinningarnar taka völdin stöðvast tíminn, þá ríkir kyrrðin. Tengingin verður að vera til staðar og við verðum saman,“ segir Hélène um tónleikana annað kvöld. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á vef Hörpu.
Tónlist Dýr Menning Harpa Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira