Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 08:31 Nýliðinn Jaime Jaquez Jr. var flottur hjá Miami Heat með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hér fagnar hann í nótt. AP/Wilfredo Lee Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira