Kristrún varar við kæruleysi Lovísa Arnardóttir skrifar 20. apríl 2024 16:51 Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar um helgina á Laugabakka. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hvatti félagsmenn til að ganga sameinuð til verka. Hún hvatti þau til að vera þolinmóð, skipulögð og öguð og til þess að sýna almenningi að Samfylkingin geti unnið samkvæmt áætlun. Á sama tíma megi þau ekki verða kærulaus. Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin. Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Hún sagði helsta vandamál ríkisstjórnarinnar vera óreiðu og að Samfylkingin ætti ekki að taka þátt í slíku. Þetta, og margt annað, sagði Kristrún í ræðu sinni á flokksstjórnarþingi Samfylkingarinnar sem haldið er á Laugabakka um helgina. „Við verðum ekki ein í ríkisstjórn ef við hljótum umboðið, sama hversu vel við mælumst þessa dagana. Og við vitum að til að ná árangri í næstu ríkisstjórn, þurfum við að vera skýr á því hvar við drögum línu í sandinn og hvar við getum gefið eftir. Við þurfum að vinna saman og vinna með öðrum flokkum – vera öguð og kunna að ganga í takt,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Þau komi saman á þingi til að stilla saman sína strengi svo þau geti verið samstillt á næsta kjörtímabili. „Félagar, flokksstjórn. Það er mikið í húfi. Fólkið í landinu er að horfa til okkar. Væntingarnar eru miklar, væntingar sem við viljum og verðum að standa undir, kæru félagar. Við megum ekki bregðast þessu fólki núna. Það er bara of mikið í húfi – fyrir of marga; of langur tími af of litlum árangri í íslenskum stjórnmálum.“ Kristrún snerti á bæði verkefnunum sem fram undan eru og þeim sem þau hafa verið að takast á við. Hún sagði áríðandi að minna sig á það á hverjum degi af hverju hún sé í stjórnmálum. „Byrjum á því að hugsa til fólks sem við þekkjum úr daglegu lífi – sem ber von í brjósti; um að við náum þeim árangri sem við höfum einsett okkur að ná. Þetta er alls konar fólk og það getur haft alls konar ólíkur ástæður fyrir því að vona, en á það sameiginlegt að það reiðir sig á að við stöndum okkur í stykkinu – og rísum undir ábyrgð okkar,“ sagði Kristrún. Hún sagði fjölda fólks, um allt land, sem horfi með von til Samfylkingarinnar og leyfi sér að vona að þeim takist að endurreisa velferðarkerfið, lyfta innviðum landsins og „rífa hlutina í gang og koma Íslandi aftur á rétta braut.“ Hún sagði mikilvægt að bregðast fólki ekki en ítrekaði að þátttaka þeirra í stjórnmálum snerist ekki um að vinna leik. Heldur snerist hún um samfélagið sem þau vilji búa í. Hún sagði mikilvægt að hver félagsmaður beri ábyrgð á verkefninu og sagðist í þessu samhengi mest óttast kæruleysi. „Kæra flokksstjórn, ég segi þetta núna – ekki vegna þess að okkur hafi ekki gengið vel upp á síðkastið – heldur einmitt vegna þess að okkur hefur gengið vel. Og það sem ég óttast mest á þessum tímapunkti er kæruleysi; að við förum að taka einhverju sem gefnu sem er svo órafjarri því að vera sjálfgefið – eins og við ættum að vita af fenginni reynslu. En eftir heilt ár af fylgiskönnunum þar sem Samfylkingin mælist langstærsti stjórnmálaflokkurinn þá er þetta raunveruleg ógn: að kæruleysið læðist aftan að okkur og eyðileggi allt. Það má ekki gerast. Enda er ekkert í hendi og við höfum bara enga innistæðu fyrir því að vera kærulaus, eða vanmeta valdaflokkana sem við ætlum okkur að leysa af hólmi eftir næstu kosningar,“ sagði Kristrún. Kristrún fór að því loknu yfir verkefni flokksins. Fjallað um kröfur flokksins og talaðu um samgöngumál, orkumál, uppbyggingu innviða og efnahags- og velferðarmálin.
Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira