Mætti eins og Gru í „Despicable Me“ og kláraði síðan Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 08:30 Nikola Jokic og félagar í Denver Nuggets héldu áfram taki sínu á Los Angeles Lakers. AP/Dempsey & Getty/Stockman Denver Nuggets hélt áfram sigurgöngu sinn á móti Los Angeles Lakers og vann fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Lakers sem hefur ekki náð að fagna sigri á móti ríkjandi NBA-meisturum síðan í deember 2022. Joker wouldn't be denied in the @nuggets Game 1 victory in Denver! 32 PTS 12 REB 7 AST 2 STLGame 2: Monday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/fOm8l5ZNLs— NBA (@NBA) April 21, 2024 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 33-25. Denver liðið tók öll völd í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 32-18. Eftir það voru Denver með tök á leiknum. Nikola Jokic er líklegur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann mætti til leiks í gær eins og persónan „Felonius Gru“ í teiknimyndunum „Despicable Me“ því Jokic var með svartar og gráan trefil og í gráum buxum eins og aðalpersónan er þekkt fyrir að ganga í. Joker or Gru? Game 1 between LAL & DEN tips at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/4MltQCHGlT— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jokic var frábær í leiknum með 32 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Porter yngri var síðan með 19 stig. Anthony Davis skoraði 32 stig,tók 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot. LeBron James var með 27 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en tapaði líka sjö boltum í leiknum. James skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þegar hlutirnir gengu mun betur hjá Lakers. „Við erum ekki að fara neitt. Þetta er úrslitakeppnin. Ekkert lið sem lendir tólf stigum undir í leik í úrslitakeppni mun bara pakka saman og gefast upp. Það er mikill baráttuandi eftir í liðinu og vissum að við værum betri en í byrjun,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver. „Við vorum að spila við gott lið. Þeir komu inn í úrslitakeppnina á góðu skriði og sýndu það í þessum leik. Það var kveikt á LeBron í kvöld og ég hélt að hann ætlaði að fara að skora fimmtíu stig miðað við spilamennsku hans og hittni,“ sagði Malone en lærisveinum hans tókst að halda James í 9 stigum í seinni hálfleiknum. DEN, NYK, CLE, and MIN capture Game 1 in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Playoff action continues Sunday on ABC & TNT. pic.twitter.com/5oDTFHlwt2— NBA (@NBA) April 21, 2024 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Lakers sem hefur ekki náð að fagna sigri á móti ríkjandi NBA-meisturum síðan í deember 2022. Joker wouldn't be denied in the @nuggets Game 1 victory in Denver! 32 PTS 12 REB 7 AST 2 STLGame 2: Monday, 10pm/et on TNT pic.twitter.com/fOm8l5ZNLs— NBA (@NBA) April 21, 2024 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og var átta stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 33-25. Denver liðið tók öll völd í leiknum með því að vinna þriðja leikhlutann 32-18. Eftir það voru Denver með tök á leiknum. Nikola Jokic er líklegur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar í þriðja sinn á fjórum árum. Hann mætti til leiks í gær eins og persónan „Felonius Gru“ í teiknimyndunum „Despicable Me“ því Jokic var með svartar og gráan trefil og í gráum buxum eins og aðalpersónan er þekkt fyrir að ganga í. Joker or Gru? Game 1 between LAL & DEN tips at 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/4MltQCHGlT— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jokic var frábær í leiknum með 32 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar. Jamal Murray skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar en Michael Porter yngri var síðan með 19 stig. Anthony Davis skoraði 32 stig,tók 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og varði 4 skot. LeBron James var með 27 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en tapaði líka sjö boltum í leiknum. James skoraði 19 stig í fyrri hálfleiknum þegar hlutirnir gengu mun betur hjá Lakers. „Við erum ekki að fara neitt. Þetta er úrslitakeppnin. Ekkert lið sem lendir tólf stigum undir í leik í úrslitakeppni mun bara pakka saman og gefast upp. Það er mikill baráttuandi eftir í liðinu og vissum að við værum betri en í byrjun,“ sagði Michael Malone, þjálfari Denver. „Við vorum að spila við gott lið. Þeir komu inn í úrslitakeppnina á góðu skriði og sýndu það í þessum leik. Það var kveikt á LeBron í kvöld og ég hélt að hann ætlaði að fara að skora fimmtíu stig miðað við spilamennsku hans og hittni,“ sagði Malone en lærisveinum hans tókst að halda James í 9 stigum í seinni hálfleiknum. DEN, NYK, CLE, and MIN capture Game 1 in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel!Playoff action continues Sunday on ABC & TNT. pic.twitter.com/5oDTFHlwt2— NBA (@NBA) April 21, 2024
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira