Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. apríl 2024 21:00 Það er örlítið rok í höfuðborginni. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fékk að kenna lítillega á því. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Fyrir viku síðan fjölluðum við um mikla skriffinsku lækna. Heimilislæknir sagði stóran hluta af vinnudeginum fara í pappírsvinnu sem sé að hans mati óþarfi en verði til þess að læknar hafi varla tíma til að hitta sjúklinga sem skili sér í langri bið eftir tíma hjá heimilislækni. Heilbrigðisráðherra segist meðvitaður um stöðuna. Kröfur frá stjórnsýslunni og vinnumarkaðnum um skriffinsku lækna hafi aukist í gegnum tíðina. Hann segist í góðu sambandi við stéttina og ætlar að leysa þessi mál. „Ég get nefnt að við erum nú þegar búin að afnema tilvísanir fyrstu sex skiptin til sjúkraþjálfara og það eru nokkur þúsund samskipti sem sparast við það. Þannig það er hægt að fara beint til sjúkraþjálfara,“ sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Klippa: Viðurkennir sein viðbrögð Þá séu fleiri slík skref til skoðunar og nefnir hann sem dæmi tilvísunarskyldu til barnalækna. „Og þar er full samstaða barnalækna og heilsugæslulækna um að létta á því kerfi. Þannig við erum að taka lið fyrir lið hvar við getum náð fram vinnusparnaði og þá reglugerðarbreytingum í samvinnu við lækna.“ Fleiri skref verði stigin í átt að minni skriffinsku. Willum viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum lækna og hefur boðað Félag heimilislækna á fund eftir helgi. „Já ég bara tek það til mín að hafa brugðist of hægt við. Þetta er mikið álag, það blasir við. Þannig við þurfum að ná fram betri og aukinni hagræðingu í samvinnu við lækna.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Læknir langþreyttur á skriffinnsku: „Mér líður oft eins og Indriða í Fóstbræðrum“ Indriði Einar Reynisson heimilislæknir er orðinn langþreyttur á óþarfa skriffinnsku við læknisvottorð og tilvísanir. Indriði situr í aðgerðahópi heimilislækna sem hefur boðað að ef þessu verði ekki breytt muni þeir grípa til einhliða aðgerða. 18. apríl 2024 12:29