Skilur af hverju fólk hættir að horfa á leiðinlega Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 09:01 Lando Norris, Max Verstappen og Sergio Pérez á verðlaunapalli eftir kínverska kappaksturinn. getty/Peter Fox Lando Norris segist skilja ef fólk hættir að horfa á Formúlu 1 vegna yfirburða Max Verstappen. Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris. Akstursíþróttir Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris.
Akstursíþróttir Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira