Skilur af hverju fólk hættir að horfa á leiðinlega Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 09:01 Lando Norris, Max Verstappen og Sergio Pérez á verðlaunapalli eftir kínverska kappaksturinn. getty/Peter Fox Lando Norris segist skilja ef fólk hættir að horfa á Formúlu 1 vegna yfirburða Max Verstappen. Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris. Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris.
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti