Lífið

Lagið Yfir­gefinn varð til þegar Valdimar öskraði á hljóm­sveitar­með­limi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valdimar fór á kostum á sviðinu.
Valdimar fór á kostum á sviðinu.

Í síðasta þætti af Kvöldstund með Eyþóri Inga var Valdimar Guðmundsson stórsöngvarinn gestur.

Þátturinn í meira lagi skemmtilegur og fóru þeir félagarnir á kostum ásamt húsbandinu.

Eitt vinsælasta lag sveitarinnar Valdimar er lagið Yfirgefinn og er það nokkuð einkennandi fyrir orðið „læti“.

Valdimar sagði söguna frá því hvernig viðlagið varð til á sínum tíma, en þá þótti honum vanta orku í hljómsveitarmeðlimi á æfingu og öskraði á þá: „Ég vil læti, læti læti“.

Hér að neðan má sjá þegar lagið var flutt í þættinum.

Klippa: Eyþór Ingi og Valdimar - Yfirgefinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×