Skerjafjarðarskáldið segir Höllu Hrund eina með öllu Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2024 13:31 Halla Hrund Logadóttir hefur óvænt blandað sér í slaginn um Bessastaði, sé miðað við nýjustu kannanir. Hún á sér aðdáendur víða, meðal annars í Skerjafjarðarskáldinu Kristjáni Hreinssyni sem segir hana eina með öllu. vísir/vilhelm Kristján Hreinsson skáld er einn eindregnasti stuðningsmaður Höllu Hrundar Logadóttur í baráttunni um Bessastaði og hann virkjar skáldagáfu sína henni til dýrðar. Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Kristján ávarpar vini sína á Facebook, „Kæru vinir“ og segist svo alltaf hafa litið á það sem virðingarverða yfirlýsingu að vera hlutlaus og neita að taka afstöðu. Þetta kann að koma einhverjum á óvart en Kristján lenti nýverið í rimmu vegna greina sinna sem að hans mati voru rækilega misskildar. En þetta leiddi til þess að hann var rekinn úr starfi sínu hjá endurmenntunardeild Háskóla Íslands. En var ráðinn aftur eftir að hafa snúið þá deild niður á hornunum. „Ég hvet ykkur til að skoða þann kost vandlega að kjósa Höllu Hrund í komandi forsetakosningum. Hér er frambjóðandi á ferðinni sem hreinlega stingur alla hina af. Ég hef kynnt mér þetta vel og held að hvert atkvæði til Höllu Hrundar sé gefandi fyrir okkur öll.“ Kristján segir hér á ferðinni konu sem hafi alla bestu kosti til að bera, hún skarti öllu sem forseti þurfi að skarta. Halla Hrund er glæsileg, hefur hlýtt og aðlaðandi viðmót, hún er skörp, talar góða íslensku, er rökfastur og snjall ræðumaður. Víst gæti listinn orðið langur en í gamni og alvöru segi ég að hún sé ,,ein með öllu," segir Kristján Skerjafjarðarskáld. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur reyndar bent á að það kunni að orka tvímælis að tromma upp með kosningalag, slíkt hafi aldrei gefist vel og Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebook-síðu Gríms, að vísur séu algjört „no-no“. En hafi Kristján séð þessar bollaleggingar lætur hann þær ekki trufla sig og dúndrar út ljóðum um Höllu Hrund, eins og honum sé borgað fyrir það. Hér er ein limra úr hans herbúðum: Með atkvæði heiðrum við HölluHrund, þessa flottu og snjöllu,við sanngirni kjósumog sigri við hrósumer fáum við eina með öllu.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00