Fá aftur gögn frá tæplega hálfrar aldar gömlu geimfari Kjartan Kjartansson skrifar 23. apríl 2024 14:56 Teikning af Voyager 1 ferðast á milli stjarnanna. Geimfarið er í um 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni, hátt í ljósdag. NASA/JPL-Caltech Verkfræðingum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA tókst að komast í kringum bilun í Voyager 1-geimfarinu, víðförlasta og langlífasta geimfari sögunnar. Geimfarið sendir nú stöðuuppfærslur í fyrsta skipta frá því bilunin kom upp fyrir fimm mánuðum. NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra. Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
NASA hafði hvorki fengið nothæf gögn um ástand og stöðu Voyager 1 né vísindaathuganir þess frá því í nóvember. Leiðangursstjórn gat engu að síður séð að geimfarið tók enn við skipunum hennar og starfaði að öðru leyti eðlilega. Voyager 1 og systurfarið Voyager 2 eru fjarlægustu manngerðu hlutirnir í alheiminum. Þeim var skotið á loft til þess að kanna ytra sólkerfið árið 1977. Voyager 1 er fyrsta geimfarið sem kemst út í geiminn á milli stjarnanna (e. interstellar space). Í ljós kom að tölvukubbur í einum af þremur tölvum geimfarsins hefði bilað. Tölvan sér um að búa um vísinda- og kerfisgögn áður en þau eru send til jarðar. Engin leið var til þess að gera við kubbinn. Til þess að komast í kringum það fundu verkfræðingar leiðangursins leið til þess að færa tölvukóða sem var geymdur á kubbnum annað í tölvunni. Þeir þurftu hins vegar að dreifa kóðanum um mismunandi hluta tölvunnar þar sem enginn einn staður gat hýst hann. Dreifðu kóðanum um tölvuna Uppfærslan var send Voyager 1 á fimmtudag, 18. apríl. Útvarpsmerkið tók um það bil tuttugu og tvær og hálfa klukkustund að ná til geimfarsins sem er í um það bil 24 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Næst þegar leiðangursstjórnin heyrði frá geimfarinu, að öðrum tæpum sólarhring liðnum, á laugardag 20. apríl fékk hún loksins stöðuuppfærslu um ástand geimfarsins. Til stendur að uppfæra tölvuna frekar á næstu vikum til þess að vísindagögn geimfarsins skili sér sömuleiðis, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu JPL-rannsóknarstofunar NASA sem smíðaði geimfarið. Vísindamenn og verkfræðingar Voyager 1 voru himinlifandi þegar þeir gátu loksins kannað ástand geimfarsins eftir fimm mánaða bið um helgina.NASA/JPL-Caltech Upphaflega ætluð til fimm ára Voyager-geimförin kjarnorkuknúnu flugu bæði fram hjá Júpíter og Satúrnusi og Voyager 2 hélt áfram fram hjá Úranusi og Neptúnusi. Leiðangur þeirra var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni til annarrar. Upphaflega voru geimförin aðeins smíðuð til þess að endast í fimm ár. Verkfræðingum tókst hins vegar að forrita þau upp á nýtt til þess að auka getu þeirra og lengja líftíma. Þau hafa nú verið starfandi í hátt í hálfa öld. Fleiri geimför hafa síðan sótt Júpíter og Satúrnus heim en Voyager 2 er enn þann dag í eina geimfarið sem hefur kannað Úranus, Neptúnus og tungl þeirra.
Geimurinn Vísindi Tækni Tengdar fréttir Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35