Ekki lengur smeykur við að deila kastljósinu með Katrínu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2024 07:01 Gunnar Sigvaldason þarf að veita þjóðinni meira aðgengi að sér heldur en nokkurn tímann áður. Vísir/Vilhelm Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Gunnar segir að af einhverjum ástæðum hafi fólk mikinn áhuga á honum. „Þetta er nýtt fyrir mér. Þetta er öðruvísi og maður er kannski með smá kvíðboga en ég er bara mjög spenntur,“ segir Gunnar sem settist niður með blaðamanni í eldhúsi þeirra hjóna í blokkaríbúð þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Katrín var sjálf stödd í ferð á Suðurlandi vegna kosningabaráttunnar. Gunnar hefur lítið haft sig í frammi undanfarin ár, sjaldan eða aldrei verið í fréttum utan einstakra frétta af því að hann haldi með Manchester United í enska boltanum á meðan Katrín heldur með Liverpool. Með forsetaframboði eiginkonu hans er ljóst að þetta mun breytast. Undanfarin ár hafa makar forseta og jafnvel forsetaframbjóðenda spilað stórt hlutverk á opinberum vettvangi og í umræðunni. Gunnar segist eilítið kvíðinn en fyrst og fremst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu með Katrínu. Vísir/Vilhelm Heimspekingur úr Seljahverfi og pabbi í Vesturbænum Hver er Gunnar? „Hver er Gunnar? Ég er nú bara svona hefðbundinn Íslendingur, foreldrar mínir eru utan af landi, mamma að austan en ólst upp í Hveragerði, við bágar aðstæður. Faðir minn bara sveitapiltur norðan úr Strandasýslu og ég er Strandamaður margar aldir aftur í tímann. Ólst upp í Breiðholtinu. Það var náttúrulega algengt að fólk utan af landi vildi flytja í borgina en vildi samt svona hafa garð og bílastæði, mjög klassískt og ég bara gekk minn hefðbundna menntaveg.“ Hann segist af einhverjum ástæðum hafa valið sér heimspeki þegar í háskólann var komið. Í henni hafi hann verið fastur eins og hann lýsir því í tuttugu ár þar sem hann eyddi löngum tíma í að kennslu og í rannsóknir. „Svo komst ég reyndar að því bara á gamals aldri, Katrín hafði reyndar sagt mér það fimmtán árum áður, og hún hefur iðulega rétt fyrir sér, að mig langaði ekki að vera heimspekingur lengur. Svo þá ákvað ég að fara í doktorsnám í stjórnmálafræði, þannig að ég kenni námskeið í stjórnmálum og heimspeki sérstaklega, þar sem það tengist og rannsaka og er doktorsnemi semsagt nuna. Þannig í grunninn er ég bara svona hefðbundinn fjölskyldufaðir úr Vesturbænum sem elskar að kenna og elskar að rannsaka líka.“ Fannst gott að láta ekki á sér bera Gunnar viðurkennir að það sé öðruvísi að vera í slíku viðtali, þar sem fjölmiðlafólk sé mætt heim til hans. Hann sé eilítið kvíðinn fyrir viðtalinu en segir að hann sé samt spenntur líka. „Vegna þess að ég er í raun og veru mjög spenntur fyrir þessu embætti, það er ótrúlega gaman að fá að ferðast um landið og hitta allskonar fólk. Þrátt fyrir að ég hafi svo sem aldrei tekið þátt í pólitík ásamt konunni minni þá hef ég stundum mætt á fundi með henni, en þetta eru allt annars konar fundir og annars konar spurningar. Fyrst og fremst er þetta bara spennandi.“ Gunnar hefur haldið sig utan kastljóssins undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Hefur þér liðið betur undanfarin ár að vera ekki í sviðsljósinu? „Já, sko, ég held ég sé bara eins og rosa margir, finnst bara gott að vera þarna í skugganum, að lifa sínu venjulega lífi, vilja ekkert láta á sér bera. En svo áttum við líka bara ung börn og það er nógu erfitt eða flókið að eiga eitt foreldri sem er þekkt og ég vildi líka kannski að einhverju leyti vernda börnin mín. Þannig að þau gætu lifað eðlilegu lífi sem þau hafa sem betur fer fengið,“ segir Gunnar. „Svo það er kannski bara helsta ástæðan, að ég sækist ekkert sérstaklega eftir því. Mér finnst að ef maður á að vera í fronti eða í fjölmiðlum eða áberandi þá þurfi maður að hafa eitthvað að segja og kannski fannst ég ekki hafa neitt sérstakt að segja og leið bara vel á hinum staðnum en líka út af börnunum mínum.“ Alls ekki alltaf sammála Gunnar segir þau Katrínu tala mikið saman um pólitík. Það hafi þau alltaf gert. „Það er skemmtilegt að segja frá því að í fyrsta skiptið sem við hittumst þá förum við að rífast. Þá var ég eitthvað að skamma held ég flokkinn hennar og við höfum verið að rökræða síðan og höfum mikinn áhuga á því, en kannski út frá mjög ólíkum hliðum. Hún er virk í pólitík, það hef ég aldrei verið.“ Þrátt fyrir það segist Gunnar alltaf hafa haft mikinn áhuga á pólitíkinni. Þá sérstaklega á fræðilegum forsendum. „En við höfum alveg áhuga á sömu hlutunum, áhyggjur af sömu hlutunum, til að mynda skautun í þjóðfélaginu og svona ákveðnar hættur gagnvart lýðræðinu. En við erum ekkert alltaf sammála. Alls ekki.“ Gunnar er doktorsnemi og kennir þess á milli heimspeki í Háskóla Íslands og var að fara yfir verkefni þegar blaðamaður heimsótti hann í Vesturbæinn. Vísir/Vilhelm Ekki stefnt að þessu í mörg ár Gunnar segir aðdragandann að ákvörðun Katrínar ekki hafa verið langan þó margir hafi mátað hana við embættið undanfarin ár og einhverjir segi að hún hafi stefnt að þessu í tíu, jafnvel tuttugu ár. „Það er nú ekki satt. Og það er ekkert fyrr en bara um páskana sem hún raunverulega ákveður að velta þessu fyrir sér. Það er fyrst og fremst vegna þess að hún var búin að ákveða á síðasta ári að hætta í pólitík,“ segir Gunnar. „Svo gerist það einfaldlega að fólk sem við tökum mjög mikið mark á í febrúar, mars, byrjar að, ég ætla nú ekki að segja þrýsta á hana, en hvetur hana eindregið til þess að íhuga þetta alvarlega. Svo hún ákvað þetta á öðrum degi páska eða daginn eftir.“ Katrín tilkynnti þann 5. apríl síðastliðinn að hún myndi biðjast lausnar sem forsætisráðherra vegna forsetaframboðs. Hún ræddi framboðið í fyrsta sinn við fréttastofuna í Hörpu sama dag. Gunnar segir að sem eiginmaður forsætisráðherra hafi hann kynnst síðustu tveimur forsetum, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðna Th. Jóhannessyni. Þannig geri hann sér að einhverju leyti grein fyrir embættinu og sínu hlutverki. Tilhugsunin sé þó öðruvísi. „En fyrst og fremst finnst mér þetta spennandi og maður þarf stundum bara að gera nýja hluti og þetta er smá ævintýri og ég held að ef þetta tekst, sem ég veit svo sem ekki, þjóðin á eftir að velja, þá sé hún nú alveg tilbúin að vera fulltrúi þjóðarinnar hvort sem er á Íslandi eða á erlendu grundu.“ Náð að hlífa strákunum Þannig þú varst til í þetta strax frá byrjun, eða tók þig tíma að venjast hugmyndinni? „Þegar þetta var fyrst rætt fyrir átta árum þá var ég nú alls ekki spenntur og Katrín ekki heldur. Við vorum alltof ung, það voru ákveðnir hlutir sem við vildum gera, hún vildi halda áfram í pólitík en þegar við erum komin á þennan stað, við erum auðvitað orðin aðeins eldri, Katrín er búin að ákveða að hætta í pólitík, svo já ég var nú bara eiginlega til í tuskið. Þetta var bara dálítið spennandi.“ Spurður hvort strákarnir hafi líka verið til í tuskið segir Gunnar að þeir séu vanir ýmsu. Þau hjónin hafi þó náð að hlífa þeim. „Þetta er orðið aðeins verra eftir að eldri synir okkar fóru að byrja á samfélagsmiðlum. Þá sjá þeir svona komment sem þeir kannski sáu ekki áður fyrr. En já þeir hafa nú verið frekar styðjandi og við vorum eiginlega bara allir dálítið til.“ Aldrei verið virkur í stjórnmálum Gunnar hefur undanfarin ár verið meðlimur í VG. Hann segir það einfaldlega hafa verið til þess að gæta mætt á landsfund og kjósa konuna sína sem formann. „En ég hef ekkert alltaf verið í VG, alls ekki og ég er enginn sérstakur flokksmaður þannig séð.“ Hvernig virkar það, verðið þið að skrá ykkur úr flokknum? „Ég bara veit það ekki, ég hef ekki hugmynd. Ég hef ekki einu sinni hugsað um þetta. Eins og ég segi þá hef ég aldrei verið virkur þannig séð. Ég held það væri kannski eðlilegra.“ Ekki búinn að ákveða hvernig eiginmaður forseta hann myndi vilja vera Eru einhver mál sem þú brennur fyrir eða myndir vilja setja á oddinn sem maki forseta? „Ég verð nú alveg að viðurkenna að ólíkt sumum sem eru framboði þá hef ég ekki svona formeraða hugmynd, ég er ekki búinn að mynda mér nákvæma hugmynd um hvað ég myndi gera og ástæðan fyrir því er að maður veit ekki hvaða verkefni verða á þeim tímapunkti.“ Gunnar segist þó sjá fyrir sér að sinna ýmsum góðgerðarstörfum og mannúðarstörfum. Hann segist auk þess sjálfur hafa mikinn áhuga á ýmsu sem tengist lýðræðismálum og mannréttindamálum og segist hann geta hugsað sér að setja þau á oddinn. „Og það sem Katrín hefur stundum kallað að vera eins konar sameiningarafl. Hún notar ekki orðið sameiningartákn heldur frekar svona afl sem leiðir saman ólíkar raddir. Það er eitthvað sem ég sé alveg fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er ekki kominn svo langt og ég ætla nú að bíða og sjá hvernig kosningarnar fara. En þetta eru svona grunnhugmyndirnar.“ Gunnar rifjar upp að það hafi verið erfitt að byrja að kenna á sínum tíma og segist búast við því að það verði eins fyrst um sinn verði hann eiginmaður forseta.Vísir/Vilhelm Áttu þér einhverja fyrirmynd í mökum fyrrverandi forseta? „Ég hef auðvitað bara kynnst tveimur þeirra, Dorrit og Elizu og þær eru mjög ólíkar. Ég veit ekki, mér finnst auðvitað forsetarnir almennt, allavega frá því ég fæddist hafa almennt staðið sig vel. Þeir eru mjög ólíkir, makarnir eru mjög ólíkir. Nei, það er erfitt að segja að maður eigi nákvæma fyrirmynd. Maður auðvitað leitar að hinu góða sem þeir hafa gert og reynir svona að forðast að gera einhverjar bommertur sko. En nei ég get ekki sagt það. “ Treystir sér til að taka í spaðann á þjóðhöfðingjum Spurður hvernig sér líði yfir tilhugsuninni um að ganga erinda Katrínar og sinna skyldustörfum fyrir hana og Ísland verði hún forseti, hitta hátt setta þjóðhöfðingja og jafnvel halda ræðu fyrir framan margmenni segir Gunnar: „Ég hef svo sem alveg hitt erlenda þjóðhöfðingja og þurfti meðal annars að sinna mökum forsætisráðherra Norðurlanda. Það var nú einkum að það reyndi dálítið á slæma dönskukunnáttu mína. Það var það erfiðasta,“ segir hann hlæjandi. „En ég er svo sem vanur þessu að einhverju leyti. Þetta er bara eitthvað sem maður gerir. Ég meina, það eru allskonar hlutir í lífinu sem eru smá erfiðir en maður verður bara að gera það. Nákvæmlega eins og þegar maður byrjaði að kenna. Það var ekkert auðvelt fyrst en svo lærir maður það bara smám saman og ég treysti mér alveg fullkomlega í það.“ Gunnar er hæglátur fræðamaður en treystir sér til þess að vera Katrínu til halds og trausts verði hún forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Engin breyting ef Katrín sigrar ekki Hvernig heldurðu að það verði fyrir þig að verða þekktur úti á götu, þannig að fólk fari jafnvel að biðja um mynd? „Þarf maður þá ekki bara að láta fólk fá þessar myndir?“ segir Gunnar hlæjandi. „Það held ég. Það er öðruvísi, ég viðurkenni það alveg en maður venst því bara eins og öðru.“ Þetta er mikil breyting? „Það er að segja ef Katrín sigrar kosningarnar. Ég er ekki viss um að þetta verði nein breyting ef hún sigrar ekki sko. Þá fer maður bara aftur í sinn gamla heim,“ segir hann léttur í bragði. Gunnar er hálfnaður með doktorsnám sitt í stjórnmálafræði. Hann skrifar nú ritgerð um það hvernig hugmyndafræði hefur áhrif á bakslag í réttindabaráttu kvenna þar sem hann skoðar Írland og Ísland fyrst og fremst. Spurður hvernig það fari saman, doktorsnám og að vera eiginmaður forseta Íslands, segir Gunnar: „Ætli ég þurfi ekki að ræða það aðeins við leiðbeinandann minn en sem betur fer er ég nú kominn á þann stað, að ég er að minnsta kosti hálfnaður og kosturinn líka við að vera í akademíunni er ákveðið frelsi. Svo að maður getur dálítið valið sér hvenær sem maður vinnur, þetta er ekki 8 til 4 vinna. Sem maki forseta þá myndi það auðvitað vera í forgangi og hitt bara bíða og taka aðeins lengri tíma. En ég er alveg tilbúinn í að gera það.“ Gunnar hellti upp á kaffi í pressukönnu. Vísir/Vilhelm Frægasti Liverpool/Manchester United rígur landsins Það fáa sem áður hefur verið í fréttum af Gunnari er að hann er mikill stuðningsmaður Manchester United. Katrín er hinsvegar Liverpool maður eins og alþjóð veit og meira að segja mætt á Alþingi með Liverpool trefil eftir að félagið varð loksins Englandsmeistari eftir margra ára bið árið 2020. „Við grínumst með það hjónin vegna þess að við höfum bæði áhyggjur af skautun í samfélaginu, þar sem fólk með ólíkar skoðanir getur ekki lengur talað saman, sem ég hef raunverulegar áhyggjur af, þá grínumst við stundum með að þetta sé skautunin í hjónabandinu og fyrst við gátum verið saman í tuttugu ár, þrátt fyrir að hún haldi með Liverpool og ég Manchester United þá hljóti aðrir líka að geta gert það.“ Sagt að það sé áberandi hvað hann hafi verið ósýnilegur Kosningabarátta Katrínar er farin á fullt, líkt og annarra frambjóðenda. Það þýðir að Gunnar verður á töluverðum þeytingi um landið. Hann segist klár í það. „Við vorum í Eyjum í gær og á Suðurlandi daginn áður en ég þurfti bara að koma heim að klára ákveðin verkefni. Jú, ég mun nú eitthvað fara með henni. Ég næ ekki að vera alltaf, einfaldlega vegna þess að það eru að koma próf í háskólanum og svoleiðis sem maður þarf að fara yfir, en ég ætla að reyna að vera sem mest með henni. Og mér finnst það mjög skemmtilegt. Fólk hefur líka...af einhverjum ástæðum hefur fólk áhuga á mér.“ Er það ekki? „Jú jú. Það er bara skemmtilegt. Það er gaman og það er sérstaklega skemmtilegt að maður er stöðugt að rekast á frændfólk. „Ég er líka Strandamaður,“ eða „Ég er líka að austan eins og þú,“ segir Gunnar. „Það verða svo sem aðrir að dæma um það hvernig mér gengur. Þetta er eins og annað, maður lærir þetta. Mér finnst það skemmtilegt, við vorum á fundi í Dalasýslu um daginn og þá stóð nú maður upp og sagði: „Það er búið að vera áberandi hvað þú ert ósýnilegur.“ Mér fannst það dálítið fyndið. En þetta er bara eins og annað, maður lærir þetta.“ Hvað finnst þér um það að fólk hafi skoðanir á því hversu sýnilegur þú ert? „Æi, mér finnst það bara fínt. Mér finnst það bara fínt að fólk hafi skoðanir á þessu svo lengi sem við erum sanngjörn í garð hvors annars. Það er bara fullkomlega eðlilegt, við höfum skoðanir á allskonar hlutum og ég hef ekkert út á það að setja.“ Forsetakosningar 2024 Reykjavík Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
„Þetta er nýtt fyrir mér. Þetta er öðruvísi og maður er kannski með smá kvíðboga en ég er bara mjög spenntur,“ segir Gunnar sem settist niður með blaðamanni í eldhúsi þeirra hjóna í blokkaríbúð þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. Katrín var sjálf stödd í ferð á Suðurlandi vegna kosningabaráttunnar. Gunnar hefur lítið haft sig í frammi undanfarin ár, sjaldan eða aldrei verið í fréttum utan einstakra frétta af því að hann haldi með Manchester United í enska boltanum á meðan Katrín heldur með Liverpool. Með forsetaframboði eiginkonu hans er ljóst að þetta mun breytast. Undanfarin ár hafa makar forseta og jafnvel forsetaframbjóðenda spilað stórt hlutverk á opinberum vettvangi og í umræðunni. Gunnar segist eilítið kvíðinn en fyrst og fremst spenntur fyrir komandi kosningabaráttu með Katrínu. Vísir/Vilhelm Heimspekingur úr Seljahverfi og pabbi í Vesturbænum Hver er Gunnar? „Hver er Gunnar? Ég er nú bara svona hefðbundinn Íslendingur, foreldrar mínir eru utan af landi, mamma að austan en ólst upp í Hveragerði, við bágar aðstæður. Faðir minn bara sveitapiltur norðan úr Strandasýslu og ég er Strandamaður margar aldir aftur í tímann. Ólst upp í Breiðholtinu. Það var náttúrulega algengt að fólk utan af landi vildi flytja í borgina en vildi samt svona hafa garð og bílastæði, mjög klassískt og ég bara gekk minn hefðbundna menntaveg.“ Hann segist af einhverjum ástæðum hafa valið sér heimspeki þegar í háskólann var komið. Í henni hafi hann verið fastur eins og hann lýsir því í tuttugu ár þar sem hann eyddi löngum tíma í að kennslu og í rannsóknir. „Svo komst ég reyndar að því bara á gamals aldri, Katrín hafði reyndar sagt mér það fimmtán árum áður, og hún hefur iðulega rétt fyrir sér, að mig langaði ekki að vera heimspekingur lengur. Svo þá ákvað ég að fara í doktorsnám í stjórnmálafræði, þannig að ég kenni námskeið í stjórnmálum og heimspeki sérstaklega, þar sem það tengist og rannsaka og er doktorsnemi semsagt nuna. Þannig í grunninn er ég bara svona hefðbundinn fjölskyldufaðir úr Vesturbænum sem elskar að kenna og elskar að rannsaka líka.“ Fannst gott að láta ekki á sér bera Gunnar viðurkennir að það sé öðruvísi að vera í slíku viðtali, þar sem fjölmiðlafólk sé mætt heim til hans. Hann sé eilítið kvíðinn fyrir viðtalinu en segir að hann sé samt spenntur líka. „Vegna þess að ég er í raun og veru mjög spenntur fyrir þessu embætti, það er ótrúlega gaman að fá að ferðast um landið og hitta allskonar fólk. Þrátt fyrir að ég hafi svo sem aldrei tekið þátt í pólitík ásamt konunni minni þá hef ég stundum mætt á fundi með henni, en þetta eru allt annars konar fundir og annars konar spurningar. Fyrst og fremst er þetta bara spennandi.“ Gunnar hefur haldið sig utan kastljóssins undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Hefur þér liðið betur undanfarin ár að vera ekki í sviðsljósinu? „Já, sko, ég held ég sé bara eins og rosa margir, finnst bara gott að vera þarna í skugganum, að lifa sínu venjulega lífi, vilja ekkert láta á sér bera. En svo áttum við líka bara ung börn og það er nógu erfitt eða flókið að eiga eitt foreldri sem er þekkt og ég vildi líka kannski að einhverju leyti vernda börnin mín. Þannig að þau gætu lifað eðlilegu lífi sem þau hafa sem betur fer fengið,“ segir Gunnar. „Svo það er kannski bara helsta ástæðan, að ég sækist ekkert sérstaklega eftir því. Mér finnst að ef maður á að vera í fronti eða í fjölmiðlum eða áberandi þá þurfi maður að hafa eitthvað að segja og kannski fannst ég ekki hafa neitt sérstakt að segja og leið bara vel á hinum staðnum en líka út af börnunum mínum.“ Alls ekki alltaf sammála Gunnar segir þau Katrínu tala mikið saman um pólitík. Það hafi þau alltaf gert. „Það er skemmtilegt að segja frá því að í fyrsta skiptið sem við hittumst þá förum við að rífast. Þá var ég eitthvað að skamma held ég flokkinn hennar og við höfum verið að rökræða síðan og höfum mikinn áhuga á því, en kannski út frá mjög ólíkum hliðum. Hún er virk í pólitík, það hef ég aldrei verið.“ Þrátt fyrir það segist Gunnar alltaf hafa haft mikinn áhuga á pólitíkinni. Þá sérstaklega á fræðilegum forsendum. „En við höfum alveg áhuga á sömu hlutunum, áhyggjur af sömu hlutunum, til að mynda skautun í þjóðfélaginu og svona ákveðnar hættur gagnvart lýðræðinu. En við erum ekkert alltaf sammála. Alls ekki.“ Gunnar er doktorsnemi og kennir þess á milli heimspeki í Háskóla Íslands og var að fara yfir verkefni þegar blaðamaður heimsótti hann í Vesturbæinn. Vísir/Vilhelm Ekki stefnt að þessu í mörg ár Gunnar segir aðdragandann að ákvörðun Katrínar ekki hafa verið langan þó margir hafi mátað hana við embættið undanfarin ár og einhverjir segi að hún hafi stefnt að þessu í tíu, jafnvel tuttugu ár. „Það er nú ekki satt. Og það er ekkert fyrr en bara um páskana sem hún raunverulega ákveður að velta þessu fyrir sér. Það er fyrst og fremst vegna þess að hún var búin að ákveða á síðasta ári að hætta í pólitík,“ segir Gunnar. „Svo gerist það einfaldlega að fólk sem við tökum mjög mikið mark á í febrúar, mars, byrjar að, ég ætla nú ekki að segja þrýsta á hana, en hvetur hana eindregið til þess að íhuga þetta alvarlega. Svo hún ákvað þetta á öðrum degi páska eða daginn eftir.“ Katrín tilkynnti þann 5. apríl síðastliðinn að hún myndi biðjast lausnar sem forsætisráðherra vegna forsetaframboðs. Hún ræddi framboðið í fyrsta sinn við fréttastofuna í Hörpu sama dag. Gunnar segir að sem eiginmaður forsætisráðherra hafi hann kynnst síðustu tveimur forsetum, þeim Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðna Th. Jóhannessyni. Þannig geri hann sér að einhverju leyti grein fyrir embættinu og sínu hlutverki. Tilhugsunin sé þó öðruvísi. „En fyrst og fremst finnst mér þetta spennandi og maður þarf stundum bara að gera nýja hluti og þetta er smá ævintýri og ég held að ef þetta tekst, sem ég veit svo sem ekki, þjóðin á eftir að velja, þá sé hún nú alveg tilbúin að vera fulltrúi þjóðarinnar hvort sem er á Íslandi eða á erlendu grundu.“ Náð að hlífa strákunum Þannig þú varst til í þetta strax frá byrjun, eða tók þig tíma að venjast hugmyndinni? „Þegar þetta var fyrst rætt fyrir átta árum þá var ég nú alls ekki spenntur og Katrín ekki heldur. Við vorum alltof ung, það voru ákveðnir hlutir sem við vildum gera, hún vildi halda áfram í pólitík en þegar við erum komin á þennan stað, við erum auðvitað orðin aðeins eldri, Katrín er búin að ákveða að hætta í pólitík, svo já ég var nú bara eiginlega til í tuskið. Þetta var bara dálítið spennandi.“ Spurður hvort strákarnir hafi líka verið til í tuskið segir Gunnar að þeir séu vanir ýmsu. Þau hjónin hafi þó náð að hlífa þeim. „Þetta er orðið aðeins verra eftir að eldri synir okkar fóru að byrja á samfélagsmiðlum. Þá sjá þeir svona komment sem þeir kannski sáu ekki áður fyrr. En já þeir hafa nú verið frekar styðjandi og við vorum eiginlega bara allir dálítið til.“ Aldrei verið virkur í stjórnmálum Gunnar hefur undanfarin ár verið meðlimur í VG. Hann segir það einfaldlega hafa verið til þess að gæta mætt á landsfund og kjósa konuna sína sem formann. „En ég hef ekkert alltaf verið í VG, alls ekki og ég er enginn sérstakur flokksmaður þannig séð.“ Hvernig virkar það, verðið þið að skrá ykkur úr flokknum? „Ég bara veit það ekki, ég hef ekki hugmynd. Ég hef ekki einu sinni hugsað um þetta. Eins og ég segi þá hef ég aldrei verið virkur þannig séð. Ég held það væri kannski eðlilegra.“ Ekki búinn að ákveða hvernig eiginmaður forseta hann myndi vilja vera Eru einhver mál sem þú brennur fyrir eða myndir vilja setja á oddinn sem maki forseta? „Ég verð nú alveg að viðurkenna að ólíkt sumum sem eru framboði þá hef ég ekki svona formeraða hugmynd, ég er ekki búinn að mynda mér nákvæma hugmynd um hvað ég myndi gera og ástæðan fyrir því er að maður veit ekki hvaða verkefni verða á þeim tímapunkti.“ Gunnar segist þó sjá fyrir sér að sinna ýmsum góðgerðarstörfum og mannúðarstörfum. Hann segist auk þess sjálfur hafa mikinn áhuga á ýmsu sem tengist lýðræðismálum og mannréttindamálum og segist hann geta hugsað sér að setja þau á oddinn. „Og það sem Katrín hefur stundum kallað að vera eins konar sameiningarafl. Hún notar ekki orðið sameiningartákn heldur frekar svona afl sem leiðir saman ólíkar raddir. Það er eitthvað sem ég sé alveg fyrir mér en ég verð að viðurkenna að ég er ekki kominn svo langt og ég ætla nú að bíða og sjá hvernig kosningarnar fara. En þetta eru svona grunnhugmyndirnar.“ Gunnar rifjar upp að það hafi verið erfitt að byrja að kenna á sínum tíma og segist búast við því að það verði eins fyrst um sinn verði hann eiginmaður forseta.Vísir/Vilhelm Áttu þér einhverja fyrirmynd í mökum fyrrverandi forseta? „Ég hef auðvitað bara kynnst tveimur þeirra, Dorrit og Elizu og þær eru mjög ólíkar. Ég veit ekki, mér finnst auðvitað forsetarnir almennt, allavega frá því ég fæddist hafa almennt staðið sig vel. Þeir eru mjög ólíkir, makarnir eru mjög ólíkir. Nei, það er erfitt að segja að maður eigi nákvæma fyrirmynd. Maður auðvitað leitar að hinu góða sem þeir hafa gert og reynir svona að forðast að gera einhverjar bommertur sko. En nei ég get ekki sagt það. “ Treystir sér til að taka í spaðann á þjóðhöfðingjum Spurður hvernig sér líði yfir tilhugsuninni um að ganga erinda Katrínar og sinna skyldustörfum fyrir hana og Ísland verði hún forseti, hitta hátt setta þjóðhöfðingja og jafnvel halda ræðu fyrir framan margmenni segir Gunnar: „Ég hef svo sem alveg hitt erlenda þjóðhöfðingja og þurfti meðal annars að sinna mökum forsætisráðherra Norðurlanda. Það var nú einkum að það reyndi dálítið á slæma dönskukunnáttu mína. Það var það erfiðasta,“ segir hann hlæjandi. „En ég er svo sem vanur þessu að einhverju leyti. Þetta er bara eitthvað sem maður gerir. Ég meina, það eru allskonar hlutir í lífinu sem eru smá erfiðir en maður verður bara að gera það. Nákvæmlega eins og þegar maður byrjaði að kenna. Það var ekkert auðvelt fyrst en svo lærir maður það bara smám saman og ég treysti mér alveg fullkomlega í það.“ Gunnar er hæglátur fræðamaður en treystir sér til þess að vera Katrínu til halds og trausts verði hún forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Engin breyting ef Katrín sigrar ekki Hvernig heldurðu að það verði fyrir þig að verða þekktur úti á götu, þannig að fólk fari jafnvel að biðja um mynd? „Þarf maður þá ekki bara að láta fólk fá þessar myndir?“ segir Gunnar hlæjandi. „Það held ég. Það er öðruvísi, ég viðurkenni það alveg en maður venst því bara eins og öðru.“ Þetta er mikil breyting? „Það er að segja ef Katrín sigrar kosningarnar. Ég er ekki viss um að þetta verði nein breyting ef hún sigrar ekki sko. Þá fer maður bara aftur í sinn gamla heim,“ segir hann léttur í bragði. Gunnar er hálfnaður með doktorsnám sitt í stjórnmálafræði. Hann skrifar nú ritgerð um það hvernig hugmyndafræði hefur áhrif á bakslag í réttindabaráttu kvenna þar sem hann skoðar Írland og Ísland fyrst og fremst. Spurður hvernig það fari saman, doktorsnám og að vera eiginmaður forseta Íslands, segir Gunnar: „Ætli ég þurfi ekki að ræða það aðeins við leiðbeinandann minn en sem betur fer er ég nú kominn á þann stað, að ég er að minnsta kosti hálfnaður og kosturinn líka við að vera í akademíunni er ákveðið frelsi. Svo að maður getur dálítið valið sér hvenær sem maður vinnur, þetta er ekki 8 til 4 vinna. Sem maki forseta þá myndi það auðvitað vera í forgangi og hitt bara bíða og taka aðeins lengri tíma. En ég er alveg tilbúinn í að gera það.“ Gunnar hellti upp á kaffi í pressukönnu. Vísir/Vilhelm Frægasti Liverpool/Manchester United rígur landsins Það fáa sem áður hefur verið í fréttum af Gunnari er að hann er mikill stuðningsmaður Manchester United. Katrín er hinsvegar Liverpool maður eins og alþjóð veit og meira að segja mætt á Alþingi með Liverpool trefil eftir að félagið varð loksins Englandsmeistari eftir margra ára bið árið 2020. „Við grínumst með það hjónin vegna þess að við höfum bæði áhyggjur af skautun í samfélaginu, þar sem fólk með ólíkar skoðanir getur ekki lengur talað saman, sem ég hef raunverulegar áhyggjur af, þá grínumst við stundum með að þetta sé skautunin í hjónabandinu og fyrst við gátum verið saman í tuttugu ár, þrátt fyrir að hún haldi með Liverpool og ég Manchester United þá hljóti aðrir líka að geta gert það.“ Sagt að það sé áberandi hvað hann hafi verið ósýnilegur Kosningabarátta Katrínar er farin á fullt, líkt og annarra frambjóðenda. Það þýðir að Gunnar verður á töluverðum þeytingi um landið. Hann segist klár í það. „Við vorum í Eyjum í gær og á Suðurlandi daginn áður en ég þurfti bara að koma heim að klára ákveðin verkefni. Jú, ég mun nú eitthvað fara með henni. Ég næ ekki að vera alltaf, einfaldlega vegna þess að það eru að koma próf í háskólanum og svoleiðis sem maður þarf að fara yfir, en ég ætla að reyna að vera sem mest með henni. Og mér finnst það mjög skemmtilegt. Fólk hefur líka...af einhverjum ástæðum hefur fólk áhuga á mér.“ Er það ekki? „Jú jú. Það er bara skemmtilegt. Það er gaman og það er sérstaklega skemmtilegt að maður er stöðugt að rekast á frændfólk. „Ég er líka Strandamaður,“ eða „Ég er líka að austan eins og þú,“ segir Gunnar. „Það verða svo sem aðrir að dæma um það hvernig mér gengur. Þetta er eins og annað, maður lærir þetta. Mér finnst það skemmtilegt, við vorum á fundi í Dalasýslu um daginn og þá stóð nú maður upp og sagði: „Það er búið að vera áberandi hvað þú ert ósýnilegur.“ Mér fannst það dálítið fyndið. En þetta er bara eins og annað, maður lærir þetta.“ Hvað finnst þér um það að fólk hafi skoðanir á því hversu sýnilegur þú ert? „Æi, mér finnst það bara fínt. Mér finnst það bara fínt að fólk hafi skoðanir á þessu svo lengi sem við erum sanngjörn í garð hvors annars. Það er bara fullkomlega eðlilegt, við höfum skoðanir á allskonar hlutum og ég hef ekkert út á það að setja.“
Forsetakosningar 2024 Reykjavík Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ástin og lífið Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira