Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk - smart #3 reynsluakstur Askja og Ragnheiður Tryggvadóttir 29. apríl 2024 10:21 Á þessum lúxusbíl fannt mér allir vegir færir, jafnvel heim í Bessastaði. Er framboðsfresturinn runnin út? „Vá, hvað hann er flottur,“ hugsaði ég strax. Straumlínulagaður og glansandi, hvít leðursæti, hárauð öryggisbelti, ég varð næstum því feimin, eins og ég hefði mætt í partý þar sem allir væru miklu yngri en ég. Meira að segja grafíkin á skjánum í mælaborðinu var „ung og hress“. smart #3, flunkunýi lúxusrafbíllinn úr smiðju Mercedes-Benz er sannarlega sportleg týpa. Hann er kominn til landsins og ég fékk að prófa. Úti var kalt og dálítið rigningarlegt þegar ég fékk lykilinn í hendurnar og dagskráin framundan samanstóð af Bónusferð, unglingaskutli og hversdagslegum snúningum. Miðaldralífið og allt það. Inni í bílnum var þó hlýtt og notalegt, búið að forhita bílinn gegnum appið og hægt að koma sér virkilega vel fyrir. Ég stillti sætið á alla kanta og vistaði stillingarnar fyrir næstu ferð, greip um hlýtt stýrið og lagði af stað. Á skjánum í mælaborðinu tók ég eftir litlum blettatígri neðst í hægra horninu sem virtist ánægður með ferðalagið. Grafíkin á skjánum er virkilega skemmtileg. Blettatígurinn í neðra hægra horninu átti eftir að koma mér á óvart. Þessi litli ferðafélagi var mjög fyndinn á skjánum en hann ýmist lagði sig, teygði úr sér eða sleikti loppurnar meðan við vorum á ferðinni. Lituð lýsing lífgaði upp á rigningardaginn Hönnunin inni í bílnum er virkilega flott. Innréttingin er sportleg með innbyggðri lýsingu í lit sem hægt er að stilla að vild. Litlýsingin gjörbreytti stemmingunni í bílnum þetta rigningarkvöld. Ekki nóg með að mælaborðið og fótarýmið væri baðað ljósi heldur lýstust einnig upp litlir ferningar í þakglugganum svo það var eins og að horfa upp í ferkantaðan stjörnuhimin. Unglingurinn sem ég var að skutla var yfir sig hrifinn. Litlir ferningar í þakglugganum lýstust upp í lit. Hvít leðursætin setja mikinn svip á innanrýmið í bílnum. Kælir drykkina á leiðinni Á milli sæta er tvöfaldur glasahaldari sem hægt er að loka, hleðsluhólf fyrir símann sem líka er hægt að loka og rúmgott opið hólf þar undir þar sem tilvalið er að smeygja handtöskunni. Rúsínan í pylsuendanum er þó kælibox milli sætanna. Já, já, það er hægt að halda drykkjunum köldum á langri ferð! smart #3 vann sér inn enn fleiri partýstig og við vorum bara rétt að byrja því nú kveikti ég á útvarpinu. Mögnuð hljómgæði smart#3 er búinn BEATS hljómkerfi svo það er óhætt að hækka vel. Ég hækkaði dálítið, og svo dálítið meira og BÚMM! Fyrir frú sem lækkar venjulega í útvarpinu í bílnum til að geta einbeitt sér að því að finna stæði var þetta alveg ný upplifun. Hljómurinn í bílnum er í einu orði sagt magnaður. Ég skipti snarlega af Gull-bylgjunni yfir á FM957. Ég var farin að finna mig betur og betur í þessu hvítleðraða unglingapartýi. Strangur á hámarkshraðanum smart#3 á þó ekkert skylt við óábyrgan partýungling. Hann er búinn fjölbreyttum akstursaðstoðarkerfum sem eru hluti af Pilot Assist-kerfi Smart, svo sem þjóðvegaaðstoð (HWA) og sjálfvirkri bílastæðaaðstoð (APA), og öryggisfítusarnir í kerfinu eru ýtarlegir. Bíllinn pípti til dæmis strax strangur á mig þegar ég fór örfá kílómetra yfir hámarkshraða og ýtti við mér gegnum stýrið ef ég fór of nálægt kantlínum. Og þarna hefðum miðaldra-ég og smart #3 aldeilis átt að ná saman um skynsemisakstur ef BEATS hljómkerfið hefði ekki vakið upp minn innri ungling sem í mótþróakasti hækkaði bara enn meira til að heyra ekki viðvörunarpípið frá hraðamælinum. Hvernig var annað hægt? Bíllinn er kraftmikill eða 272 kW, frábærlega mjúkur í akstri og liggur lágt eins og sannur sportbíll eða um 16 sentimetra frá götunni. Hann er líka snöggur upp, ekki nema 5,8 upp í 100. Það var virkilega gaman að spyrna smávegis. Straumlínulöguð hönnunin hefur loftviðnámsstuðul upp á aðeins 0,27 sem skilar betri akstursupplifun og heildardrægni upp á 455 km. Svo er auðvitað hægt að stilla þessa fítusa til og sníða akstursaðstoðina eins og hentar. Ég stalst til að taka hljóðið af hraðamælinum og þeysti um bæinn með græjurnar í botni. Nú skein sólin á heiðum himni og sólgleraugu nauðsynleg, sem bætti bara stemminguna. Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk Það kom þó að því að ég lækkaði í græjunum því nú þurfti að finna stæði í miðbænum og leggja. Ég ætlaði ekki að gera það sjálf heldur með (APA) bílastæðaaðstoðinni. Ég fann álitlegt pláss inn á milli í bílaröð, sleppti svo stýrinu með hjartað í buxunum og lét bílinn um að smokra sér inn á milli. Það var dálítið taugatrekkjandi að halda ekki um stýrið en ég gat auðvitað bara fengið mér kaldan drykk úr hólfinu á meðan. Klippa: Bílastæðaaðstoð í Smart #3 smart #3 rúllaði þessu upp. Mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég lét hann leggja aftur og aftur úti um allan bæ, bara upp á grín. Leiðindasnúningar urðu lúxus Helgin leið eins og í draumi með smart #3. Hún hófst í rigningarsudda en endaði í glampandi sól. Allir hversdagslegu snúningarnir, Bónusferðin og skutltúrarnir urðu sannkallaðir lúxusrúntar með bleikri lýsingu og bombandi tónlist. Bíllinn stóðst einnig mikilvægt próf því þó unglingnum sem ég var að skutla finndist frábært að geta hækkað í botn vildi hann ekki að það heyrðist út fyrir bílinn hvað við værum að hlusta á. Við gerðum sérstakt tékk á þessu og komumst að því að það heyrðist nánast ekkert í dúndrandi tónlistinni út til gangandi vegfarenda. Bíllinn er virkilega þægilegur í akstri og eftir að ég leyfði mér að slökkva á hljóðinu í hámarkshraðamælinum smullum við ljúflega saman. Hann er frábærlega lipur í innanbæjarsnatti og smeygði sér án vandræða í stæði þó hann sé enginn smábíll. Allir vegir færir á smart Hönnunin er flott og bíllinn hefur yfir sér fágað yfirbragð. Akstursupplifunin er einstök og henni hefur verið lýst sem svo að hún vekji upp sterkar tilfinningar. Ég tek undir það. Ég uppgötvaði á mér alveg nýja hlið, langaði í sítt hár og langar neglur, Gucci sólgleraugu og merkjatösku, sem myndi smellpassa í hólfið milli sætanna. Mér fannst mér allir vegir færir á þessum bíl og allt í einu hafði ég beygt upp Bessastaðaafleggjarann án þess að taka eftir því. Ekki að nokkur hafi komið að máli við mig en samt…á þessum bíl. Frumsýning stendur yfir á smart #3 hjá smart á Íslandi/Öskju, til 4. maí. Kynntu þér hinn nýja og spennandi smart #3 hér á askja.is Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Úti var kalt og dálítið rigningarlegt þegar ég fékk lykilinn í hendurnar og dagskráin framundan samanstóð af Bónusferð, unglingaskutli og hversdagslegum snúningum. Miðaldralífið og allt það. Inni í bílnum var þó hlýtt og notalegt, búið að forhita bílinn gegnum appið og hægt að koma sér virkilega vel fyrir. Ég stillti sætið á alla kanta og vistaði stillingarnar fyrir næstu ferð, greip um hlýtt stýrið og lagði af stað. Á skjánum í mælaborðinu tók ég eftir litlum blettatígri neðst í hægra horninu sem virtist ánægður með ferðalagið. Grafíkin á skjánum er virkilega skemmtileg. Blettatígurinn í neðra hægra horninu átti eftir að koma mér á óvart. Þessi litli ferðafélagi var mjög fyndinn á skjánum en hann ýmist lagði sig, teygði úr sér eða sleikti loppurnar meðan við vorum á ferðinni. Lituð lýsing lífgaði upp á rigningardaginn Hönnunin inni í bílnum er virkilega flott. Innréttingin er sportleg með innbyggðri lýsingu í lit sem hægt er að stilla að vild. Litlýsingin gjörbreytti stemmingunni í bílnum þetta rigningarkvöld. Ekki nóg með að mælaborðið og fótarýmið væri baðað ljósi heldur lýstust einnig upp litlir ferningar í þakglugganum svo það var eins og að horfa upp í ferkantaðan stjörnuhimin. Unglingurinn sem ég var að skutla var yfir sig hrifinn. Litlir ferningar í þakglugganum lýstust upp í lit. Hvít leðursætin setja mikinn svip á innanrýmið í bílnum. Kælir drykkina á leiðinni Á milli sæta er tvöfaldur glasahaldari sem hægt er að loka, hleðsluhólf fyrir símann sem líka er hægt að loka og rúmgott opið hólf þar undir þar sem tilvalið er að smeygja handtöskunni. Rúsínan í pylsuendanum er þó kælibox milli sætanna. Já, já, það er hægt að halda drykkjunum köldum á langri ferð! smart #3 vann sér inn enn fleiri partýstig og við vorum bara rétt að byrja því nú kveikti ég á útvarpinu. Mögnuð hljómgæði smart#3 er búinn BEATS hljómkerfi svo það er óhætt að hækka vel. Ég hækkaði dálítið, og svo dálítið meira og BÚMM! Fyrir frú sem lækkar venjulega í útvarpinu í bílnum til að geta einbeitt sér að því að finna stæði var þetta alveg ný upplifun. Hljómurinn í bílnum er í einu orði sagt magnaður. Ég skipti snarlega af Gull-bylgjunni yfir á FM957. Ég var farin að finna mig betur og betur í þessu hvítleðraða unglingapartýi. Strangur á hámarkshraðanum smart#3 á þó ekkert skylt við óábyrgan partýungling. Hann er búinn fjölbreyttum akstursaðstoðarkerfum sem eru hluti af Pilot Assist-kerfi Smart, svo sem þjóðvegaaðstoð (HWA) og sjálfvirkri bílastæðaaðstoð (APA), og öryggisfítusarnir í kerfinu eru ýtarlegir. Bíllinn pípti til dæmis strax strangur á mig þegar ég fór örfá kílómetra yfir hámarkshraða og ýtti við mér gegnum stýrið ef ég fór of nálægt kantlínum. Og þarna hefðum miðaldra-ég og smart #3 aldeilis átt að ná saman um skynsemisakstur ef BEATS hljómkerfið hefði ekki vakið upp minn innri ungling sem í mótþróakasti hækkaði bara enn meira til að heyra ekki viðvörunarpípið frá hraðamælinum. Hvernig var annað hægt? Bíllinn er kraftmikill eða 272 kW, frábærlega mjúkur í akstri og liggur lágt eins og sannur sportbíll eða um 16 sentimetra frá götunni. Hann er líka snöggur upp, ekki nema 5,8 upp í 100. Það var virkilega gaman að spyrna smávegis. Straumlínulöguð hönnunin hefur loftviðnámsstuðul upp á aðeins 0,27 sem skilar betri akstursupplifun og heildardrægni upp á 455 km. Svo er auðvitað hægt að stilla þessa fítusa til og sníða akstursaðstoðina eins og hentar. Ég stalst til að taka hljóðið af hraðamælinum og þeysti um bæinn með græjurnar í botni. Nú skein sólin á heiðum himni og sólgleraugu nauðsynleg, sem bætti bara stemminguna. Bíllinn leggur meðan ég fæ mér drykk Það kom þó að því að ég lækkaði í græjunum því nú þurfti að finna stæði í miðbænum og leggja. Ég ætlaði ekki að gera það sjálf heldur með (APA) bílastæðaaðstoðinni. Ég fann álitlegt pláss inn á milli í bílaröð, sleppti svo stýrinu með hjartað í buxunum og lét bílinn um að smokra sér inn á milli. Það var dálítið taugatrekkjandi að halda ekki um stýrið en ég gat auðvitað bara fengið mér kaldan drykk úr hólfinu á meðan. Klippa: Bílastæðaaðstoð í Smart #3 smart #3 rúllaði þessu upp. Mér fannst þetta svo skemmtilegt að ég lét hann leggja aftur og aftur úti um allan bæ, bara upp á grín. Leiðindasnúningar urðu lúxus Helgin leið eins og í draumi með smart #3. Hún hófst í rigningarsudda en endaði í glampandi sól. Allir hversdagslegu snúningarnir, Bónusferðin og skutltúrarnir urðu sannkallaðir lúxusrúntar með bleikri lýsingu og bombandi tónlist. Bíllinn stóðst einnig mikilvægt próf því þó unglingnum sem ég var að skutla finndist frábært að geta hækkað í botn vildi hann ekki að það heyrðist út fyrir bílinn hvað við værum að hlusta á. Við gerðum sérstakt tékk á þessu og komumst að því að það heyrðist nánast ekkert í dúndrandi tónlistinni út til gangandi vegfarenda. Bíllinn er virkilega þægilegur í akstri og eftir að ég leyfði mér að slökkva á hljóðinu í hámarkshraðamælinum smullum við ljúflega saman. Hann er frábærlega lipur í innanbæjarsnatti og smeygði sér án vandræða í stæði þó hann sé enginn smábíll. Allir vegir færir á smart Hönnunin er flott og bíllinn hefur yfir sér fágað yfirbragð. Akstursupplifunin er einstök og henni hefur verið lýst sem svo að hún vekji upp sterkar tilfinningar. Ég tek undir það. Ég uppgötvaði á mér alveg nýja hlið, langaði í sítt hár og langar neglur, Gucci sólgleraugu og merkjatösku, sem myndi smellpassa í hólfið milli sætanna. Mér fannst mér allir vegir færir á þessum bíl og allt í einu hafði ég beygt upp Bessastaðaafleggjarann án þess að taka eftir því. Ekki að nokkur hafi komið að máli við mig en samt…á þessum bíl. Frumsýning stendur yfir á smart #3 hjá smart á Íslandi/Öskju, til 4. maí. Kynntu þér hinn nýja og spennandi smart #3 hér á askja.is
Frumsýning stendur yfir á smart #3 hjá smart á Íslandi/Öskju, til 4. maí. Kynntu þér hinn nýja og spennandi smart #3 hér á askja.is
Bílar Vistvænir bílar Mest lesið Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira