Handtóku barnunga öfgamenn eftir stunguárás í Sydney Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 08:47 Blómvöndur við kirkju góða hirðisins í Wakeley í Ástralíu þar sem unglingspiltur stakk biskup og prest við messu. AP/Mark Baker Ástralska lögreglan handtók sjö unglinga sem eru sakaðir um ofbeldiskennda öfgahyggju og eru taldir tengast pilti sem er sakaður um að stinga biskup í kirkju í Sydney í síðustu viku. Handtökurnar voru sagðar gerðar til þess að afstýra frekari árásum. Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera. Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Unglingarnir sjö eru á aldrinum fimmtán til sautján ára og eru sagðir hluti af sama hóp og sextán ára piltur sem stakk biskup við messu í kirkju í Wakeley, úthverfi Sydney. Fimm aðrir unglingar voru færðir til yfirheyrslna. Fleiri en fjögur hundruð lögreglumenn tóku þátt í rassíunum. David Hudson, aðstoðarlögreglustjóri í Nýja Suður-Wales, sagði að unglingarnir hefðu verið handteknir vegna þess að af þeim væri talin stafa bráð ógn. Piltarnir aðhyllist ofsafengna öfgahyggju sem eigi sér innblástur í trúarbrögðum. Lögreglan hefur engu að síður ekki fundið neinar vísbendingar um að piltarnir hafi haft ákveðin skotmörk eða tímasetningu mögulegra árása í huga. Krissy Barrett, aðstoðarlögreglustjóri alríkislögreglunnar, sagði að lögregluaðgerðin í dag tengdist ekki minningardegi um fallna hermenn sem er á morgun. Öfgamenn hafa áður stefnt á árásir á þeim degi. Pilturinn sem stakk biskupinn í síðustu viku var ákærður fyrir hryðjuverk á föstudag. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur. Auk biskupsins særði hann prest í árásinni. Stunguárásin kom fast á hæla annarrar sem var framin í verslunarmiðstöð í Sydney. Þar stakk karlmaður fólk af handahófi og myrti sex. Engin tengsl voru á milli árásanna tveggja en árásarmaðurinn í verslunarmiðstöðinni beindi spjótum sínum að konum en lét karla vera.
Ástralía Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47 Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16. apríl 2024 14:11
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Önnur árás í Sydney Fjórir hið minnsta voru stungnir í morgunmessu í dag mánudag í úthverfi Sydney í Ástralíu. 15. apríl 2024 10:47
Árásin virðist hafa beinst gegn konum Lögregluyfirvöld í Sydney telja víst að árás manns sem stakk sex til bana í verslunarmiðstöð í borginni um helgina hafi beinst gegn konum. 15. apríl 2024 07:31