Upptök eldsins í gömlu kauphöllinni enn ókunn Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 11:26 Stór hluti gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn er rústir eina eftir eldsvoðann í síðustu viku. Vísir/EPA Ekki liggur enn fyrir hvernig eldur kviknaði í Børsen, gömlu kauphöllinni í Kaupmannahöfn, í síðustu viku. Lögreglumenn komust fyrst til þess að kanna bygginguna á mánudag. Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár. Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar. Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði. Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019. Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix
Danmörk Stórbruni í Børsen Tengdar fréttir Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27 Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Hrunið í gömlu kauphöllinni heldur áfram Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni. 18. apríl 2024 22:27
Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað 16. apríl 2024 11:54