Franski ríkismiðillinn France24 hefur eftir slökkviliðinu í París að að ekki sé vitað hvers vegna spaðarnir gáfu sig.
Talsmaður Rauðu myllunnar segir í samtali við miðilinn að sem betur fer hafi atvikið átt sér stað eftir lokun. „Í hverri viku tekur tækniteymi kabarettsins stöðuna á vindmyllunni og við síðustu skoðun var ekkert varhugavert að finna,“ sagði hann.
🇫🇷 FLASH - Les ailes du Moulin Rouge, dans le quartier de Pigalle, se sont effondrées cette nuit. Aucun blessé n’est à déplorer. (Le Parisien) pic.twitter.com/aS8zEHCuk6
— AlertesInfos (@AlertesInfos) April 25, 2024
Hann segir þetta fyrsta skiptið sem slys af þessu tagi hafi orðið frá opnun Rauðu myllunnar, sem var árið 1889. Árið 1915 kviknaði í myllunni meðan framkvæmdir stóðu yfir, en níu ár tók að byggja hana upp á nýtt.
Nokkrir mánuðir eru þar til Ólympíuleikarnir fara fram í borginni, en myllan er eitt vinsælasta kennileiti borgarinnar.
