Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. apríl 2024 09:41 Sánchez hefur setið í embætti frá árinu 2018. EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki. Spánn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Í frétt The Guardian um málið segir að dómur í Madríd hafi ákveðið að hefja rannsókn á fyrirtæki Begoña Gómez, eiginkonu Sánchez, vegna meintrar spillingar og tilraunar til að nýta eigin stöðu til hagsbóta. Sánchez birti í færslu á X í gær þar sem hamm segir allar ásakanir á hendur Gómez sem varða spillingu rógburð. Ásakanirnar hafi leitt til þess að hann íhugi nú alvarlega að segja af sér. Hann segist ætla að opinbera ákvörðun sína á mánudaginn. Carta a la ciudadanía. pic.twitter.com/c2nFxTXQTK— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) April 24, 2024 Tilkynningin kom nokkrum klukkustundum eftir að rannsókn á viðskiptaháttum Gómez var opnuð í kjölfar kvörtunar sem þrýstihópurinn Manos Limpias (Hreinar hendur) lagði fram. Hópurinn hefur tengingar við öfgahægrivæng stjórnmála á Spáni. Í færslunni á X segir Sánchez kvörtunina byggða á fréttaumfjöllun fjölmiðla sem hneigjast til öfgahægrisins. „Eðli málsins samkvæmt mun Begoña verja heiður sinn og hún kemur til með að vinna með réttarkerfinu eins og unnt er til þess að afsanna þær staðreyndir sem fram hafa komið og eru jafn hneykslislegar í útliti og þær eru engar,“ sagði Sánchez á X. Þá sakaði hann pólitísku andstæðinga sína, Alberto Núñez Feijóo, formann íhaldsflokksins PP, og Santiago Abascal, formann öfgahægri-flokksins Vox um samsæri með þrýstihópnum. Tilhæfulaus tilraun þeirra til að steypa honum af stóli með því að ráðast að konu hans væri ekkert annað en einelti og áreiti. Eins og áður segir ætlar hann að ávarpa þjóðina á mánudag og greina frá ákvörðun sinni um hvort hann ætli að segja af sér eða ekki.
Spánn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila