Arsenal vann kaflaskiptan Norður-Lundúnaslag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2024 14:55 Bukayo Saka skoraði eitt mark og lagði upp annað í Norður-Lundúnaslagnum. Hér fagnar hann með Martin Ødegaard, fyrirliða Arsenal. getty/Clive Rose Arsenal náði fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Tottenham, 2-3, í Norður-Lundúnaslagnum í dag. Skytturnur voru 0-3 yfir í hálfleik en Spurs hleypti mikilli spennu í leikinn í seinni hálfleik. Arsenal er með áttatíu stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á undan Manchester City sem á tvo leiki til góða. Tottenham byrjaði leikinn í dag af ágætis krafti en lenti undir á 15. mínútu. Pierre-Emile Højbjerg skoraði þá sjálfsmark eftir hornspyrnu Bukayos Saka. Fimm mínútum síðar skallaði Cristian Romero í stöngina á marki Arsenal. Skömmu síðar hélt Micky van de Ven svo að hann hefði jafnað en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Spurs vildi fá vítaspyrnu á 27. mínútu en fékk ekki og Arsenal geystist í sókn og Saka skoraði með hárnákvæmu skoti í hornið. Þetta var fimmtánda deildarmark hans í vetur. Á 38. mínútu kom Kai Havertz gestunum svo í 0-3 þegar hann stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Declans Rice. Staðan var 0-3 í hálfleik, Arsenal í vil. Romero fékk ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks en skallaði yfir. Saka var svo hársbreidd frá því að koma Arsenal í 0-4 en Guglielmo Vicario varði skot hans með fætinum. Á 64. mínútu tókst Romero loks að skora. Hann minnkaði þá muninn í 1-3 eftir að David Raya, markvörður Arsenal, færði honum boltann á silfurfati. Skömmu fyrir leikslok fékk Spurs víti þegar Declan Rice sparkaði Ben Davies niður. Son Heung-min fór á punktinn, skoraði af öryggi og minnkaði muninn í 2-3. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Arsenal fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri í toppbaráttunni. Tottenham, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð er í 5. sæti deildarinnar með sextíu stig. Enski boltinn
Arsenal náði fjögurra stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Tottenham, 2-3, í Norður-Lundúnaslagnum í dag. Skytturnur voru 0-3 yfir í hálfleik en Spurs hleypti mikilli spennu í leikinn í seinni hálfleik. Arsenal er með áttatíu stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á undan Manchester City sem á tvo leiki til góða. Tottenham byrjaði leikinn í dag af ágætis krafti en lenti undir á 15. mínútu. Pierre-Emile Højbjerg skoraði þá sjálfsmark eftir hornspyrnu Bukayos Saka. Fimm mínútum síðar skallaði Cristian Romero í stöngina á marki Arsenal. Skömmu síðar hélt Micky van de Ven svo að hann hefði jafnað en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Spurs vildi fá vítaspyrnu á 27. mínútu en fékk ekki og Arsenal geystist í sókn og Saka skoraði með hárnákvæmu skoti í hornið. Þetta var fimmtánda deildarmark hans í vetur. Á 38. mínútu kom Kai Havertz gestunum svo í 0-3 þegar hann stangaði boltann í netið eftir hornspyrnu Declans Rice. Staðan var 0-3 í hálfleik, Arsenal í vil. Romero fékk ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks en skallaði yfir. Saka var svo hársbreidd frá því að koma Arsenal í 0-4 en Guglielmo Vicario varði skot hans með fætinum. Á 64. mínútu tókst Romero loks að skora. Hann minnkaði þá muninn í 1-3 eftir að David Raya, markvörður Arsenal, færði honum boltann á silfurfati. Skömmu fyrir leikslok fékk Spurs víti þegar Declan Rice sparkaði Ben Davies niður. Son Heung-min fór á punktinn, skoraði af öryggi og minnkaði muninn í 2-3. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Arsenal fagnaði gríðarlega mikilvægum sigri í toppbaráttunni. Tottenham, sem hefur tapað tveimur leikjum í röð er í 5. sæti deildarinnar með sextíu stig.
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti