Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. apríl 2024 07:02 Randi Stebbins, umhverfisfræðingur og lögfræðingur frá Bandaríkjunum, segist alls ekki sammála því sem haldið er að konum erlendis frá að þær eigi að byrja að vinna á leikskóla því þar sé svo gott að læra íslenskuna. Sjálf lærði hún íslensku í háskólanum en hún segir að þótt það sé margt gott við að búa á Íslandi sem kona, sé það ekkert endilega jafn gott sem innflytjandi. Vísir/Vilhelm „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: Það er bara alls ekki rétt. Ég lærði íslenskuna í Háskóla Íslands. Það er bara alls ekki réttlátt að því sé endalaust haldið að konum sem flytja til Íslands, að þær þurfi að vinna á leikskóla.“ Randi er umhverfisfræðingur og lögfræðingur að mennt, fædd og uppalin í Nevada í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur hún þó ekki réttindi til að starfa sem lögfræðingur. „Það var alveg biti að sætta mig við það áður en ég flutti til Íslands. Því ég var ánægð í störfum mínum sem lögfræðingur,“ segir Randi, en hún starfaði einna helst á sviði mannréttinda í Bandaríkjunum. „Þetta voru oft erfið innflytjendamál, sem í flestum tilfellum tengdust einhverjum áföllum,“ segir Randi til útskýringar. Og vísar þá til áfalla eins og flótta, ofbeldis, morða og fleira. Randi flutti til Íslands árið 2014, talar frábæra íslensku, er í stjórnendastöðu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR, situr í stjórn WomenTechIceland og stofnaði ÓS Pressuna svo eitthvað sé nefnt. Veraldavön sveitastelpa Randi er fædd árið 1971 í smábæ í Nevada sem heitir Yerington. Þar ólst hún upp á hefðbundnum sveitabæ ásamt þremur öðrum systkinum sínum. „Þetta var bara venjulegur sveitabær. Kýr, hestar, lömb og svo framvegis. Átta ár var ég farin að keyra traktor eins og ekkert væri, en helst vildi ég alltaf vera úti, keyrandi um á traktor eða að leika mér með köttum og hundum.“ Síðan þá hefur Randi búið víða um heiminn. Enda talar hún fimm tungumál. „Mamma lagði mikla áherslu á að við systkinin myndum kynnast heiminum, átta okkur á því að það væri miklu meira í lífinu að sækjast en aðeins það sem við sáum og þekktum í þessari sveit.“ Sumarið áður en Randi fór á lokaárið sitt í bandarískum Highs School fór hún til Japans sem skiptinemi í þrjá mánuði. „Þar kynntist ég því í fyrsta sinn hvernig það er að tilheyra minnihlutahópi. Því þarna var ég í allt annarri menningu, hávaxin og ljóshærð, með annan húðlit og svo framvegis,“ segir Randi sem þó nefnir það sérstaklega að á Íslandi teljist hún bara í meðalhæð. Hún segir Japani hafa verið kurteisa og mjög almennilega. Að vera öðruvísi hafi því ekki verið óþægilegt að neinu leyti, en ný reynsla fyrir hana að kynnast. Eftir lokaárið sitt í bandaríska gagnfræðaskólakerfinu, fór Randi til Belgíu og var þar skiptinemi í eitt ár. „Þar lærði ég flæmsku, en það er fyrsta erlenda tungumálið sem ég læri. Ég lærði flæmskuna ekki í skólakerfinu í Belgíu, heldur fyrst og fremst með því að tala við fólk, þora að segja vitleysur eða fara rangt með,“ segir Randi og hlær. „Í raun eins og snjóruðningshefill sem æðir áfram.“ Randi fór síðan í háskólanám í Massachusetts sem er á austurströnd Bandaríkjanna, öfugt við Nevada. „Sem var ótrúlega skemmtileg upplifun því austurströndin og vesturströndin í Bandaríkjunum eru gjörólík samfélög.“ Randi útskrifaðist með B.Sc.. úr umhverfisfræði en hélt því næst til Þýskalands þar sem hún bjó í Bonn í eitt ár. Og lærði þýsku. „Þetta var mjög skemmtilegt ár því á þessum tíma er meiri borgartenging á milli Bonn og Berlínar og margt í gangi í pólitíkinni þar.“ Í tvö ár bjó Randi síðan í Póllandi þar sem hún starfaði fyrir American Peace Corps, sem er hluti af þróunaraðstoð sem bandaríska ríkið rekur. „Ég starfaði sem umhverfisfræðingur í lítilli sveit en var líka að kenna ensku og fleira.“ Randi er sveitastelpa frá Nevada og hún segir margt úr gömlu sveitinni sinni minna á Ísland. Þorsteinn Aðalsteinsson maðurinn hennar var alltaf í sveit sem drengur á Íslandi og hún segir þau því hafa haft margt u mað ræða strax við fyrstu kynni.Vísir/Vilhelm Ástin og Íslendingurinn Þegar Randi sneri aftur til Bandaríkjanna ákvað hún að fara í meistaranám í málfræði til Wisconsin. „Og þar kynntist ég manninum mínum!“ segir Randi og hlær. Er þá loksins íslenska tengingin komin því eiginmaður Randi er Þorsteinn Aðalsteinsson, sem á þessum tíma var í doktorsnámi í eðlisefnafræði í sama háskóla. „Við kynntumst árið 1998 og giftum okkur árið 2000. Þegar við kynntumst bjuggum við í hverfi þar sem aðeins bjuggu einhleypir námsmenn þannig að þetta var eins og stór pottur af valmöguleikum fyrir pör að hittast!“ segir Randi og skellir uppúr. „Steini hafði líka verið í sveit sem ungur drengur, við náðum strax vel saman og gátum rætt um margt.“ Þau bjuggu í Berlín í tvö ár og í Massachusetts í tvö ár en settust síðan að í Silicon Valley í Kaliforníu, þar sem Þorsteinn starfaði sem prófessor. Þar fór Randi fór í lögfræðinám við Kaliforníuháskólann í Berkeley. En hvers vegna lögfræði? „Ég starfaði um tíma fyrir barnavernd og sem umboðsmaður fyrir barnavernd. Mér fannst það mjög gefandi starf og þurfti oft að reyna að miðla málum. Í því starfi var ég líka mikið að útskýra fyrir fólki hvaða réttindi það hefði, hvað mætti og hvað ekki,“ segir Randi og bætir við: „Þarna eru fyrstu verkefnin mín með fólki sem oft talaði annað móðurmál en ég og var í aðstæðum þar sem verið var að reyna að takast á við einhvers konar áföll.“ Að læra lögfræði fannst Randi því rökrétt framhald og eftir það nám, starfaði hún sérstaklega í málefnum innflytjenda. Randi er Head of Content hjá AGR, situr í stjórn UT kvenna á Íslandi og heldur úti Ós Pressunni, sem er vettvangur fyrir skapandi skrif fólks sem kemur erlendis frá og býr á Íslandi. Randi segir mömmu hennar hafa lagt mikla áherslu á að þau systkinin myndu kynnast heiminum, hann væri miklu stærri en aðeins litla sveitin þeirra í Nevada. Vísir/Vilhelm, einkasafn Til Íslands Randi og Þorsteinn eignuðust son árið 2010 og þegar hann var tveggja, þriggja ára, segir Randi þau hafa verið komin að ákveðnum tímamótum. Þar sem þau þurftu meðal annars að ákveða hvar þau vildu ala soninn upp, með tilliti til skóla og fleira. „Foreldrar Steina voru að eldast og þar voru komin upp veikindi. Ég myndi segja að það hafi haft áhrif á það hvers vegna Ísland varð fyrir valinu því að við veltum líka ýmsum öðrum kostum fyrir okkur. Indland, Berlín, það voru alls konar möguleikar.“ Þótt Randi hafi fundist tilhugsunin um að missa lögfræðiréttindin sín með flutningi til Íslands, var hún alveg til í að flytja. „Kannski vegna þess að ég fíla Kaliforníu ekkert svo mikið. Það hefur alltaf verið rígur á milli Nevada og Kaliforníu,“ útskýrir Randi og hlær. „En ég sagði við Steina: Þú verður þá að fá vinnu á Íslandi sem greiðir nógu góð laun til að framfleyta okkur í að minnsta kosti eitt ár. Því ég hef ekki rétt á að starfa þar og þarf eflaust tíma til að finna mér vinnu.“ Hún segist strax hafa upplifað Ísland sem góðan stað fyrir konur að búa á. Það tók mig tíu ár að verða tilbúin til þess að eignast barn. Því eins og svo víða, þá er viðhorfið oft þannig til karla og kvenna að ef karlmaðurinn er til dæmis duglegur með börnin sín, þá er hann besti pabbi í heimi. En ef kona er ekki alltaf til staðar eða mikið að vinna, er hún ekki að standa sig sem skyldi í móðurhlutverkinu.“ Randi segir að í samtölum um þetta, hafi Þorsteinn auðvitað oft bent á að þetta viðhorf væri ekki til staðar í þeirra sambandi. „En þá benti ég honum á að í raun skiptir það ekki alltaf máli. Við værum ekki í neinni búbblu, heldur alltaf hluti af einhverju samfélagi og það væru viðhorf samfélagsins sem gera konum oft erfitt fyrir. Við erum stanslaust gagnrýndar og þurfum stanslaust að vera að sanna okkur.“ Randi segir samt að það sé ekkert endilega auðvelt að vera innflytjandi á Íslandi. Um tíma vann hún fyrir félagasamtökin Móðurmál og kenndi börnum þeirra sem búið höfðu erlendis, eða voru innflytjendur ensku, en íslenskuna lærði hún samt í Háskóla Íslands. Þar starfaði hún líka í um átta ár, þar af tæplega þrjú ár sem forstöðumaður Ritver. „Starfið þar var erfitt því til viðbótar við það að sinna því sem starfsmaður, fór jafn mikill tími í að vera að sanna mig. Því gagnrýnin var svo oft á að ég væri ekki að skilja fræðiskrif á íslensku, væri ekki að skrifa nógu góða íslensku sjálf og svo framvegis,“ segir Randi og bætir við: Þarna þurfa Íslendingar aðeins að fara að hugsa sinn gang. Samfélagið er að breytast og ef ætlunin er að nýta mannauð fólks sem kemur erlendis frá, getum við ekki verið föst í að hér geti enginn gert neitt eða kunnað 100% nema hann eða hún eigi ömmu sem fæddist á Íslandi. Það er bara alls ekki þannig.“ Randi segir kröfur á konur oft miklar enda hafi það tekið hana um tíu ár að vera tilbúin til að eignast barn. Ef karlmenn eru mikið með börnunum sínum teljast þeir frábærir feður. Ef konur eru mikið að vinna, sé sagt að þær séu ekki að standa sig sem skyldi í móðurhlutverkinu. Í öllu, líka jafnréttismálum, séu alltaf tækifæri til að gera betur.Vísir/Vilhelm Getum alltaf gert betur Randi starfar sem „Head of Content“ hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR. Þar byrjaði hún þó í stöðugildi sem kallaðist „Lead Technical Writer.“ „Ég hugsaði bara með mér að fyrst mér hefur tekist að læra fjögur erlend tungumál gæti ekki verið annað en að ég réði við að skrifa um allt sem þyrfti að útskýra fyrir notkun á appi,“ segir Randi og hlær. En tekur þó fram að starfið hjá AGR hafi frá upphafi fallið vel að hennar styrkleikum. „Ég er lausnarmiðuð og góð í gagnrýnni hugsun, að hlusta á fólk, skilja samhengi hlutanna og svo framvegis.“ Árið 2015 stofnaði Randi ÓS Pressuna, sem ætlað er sem vettvangur fyrir fólk erlendis frá til skapandi skrifa. „Þar eru reyndar ekki bara útlendingar, ÓS er líka samfélag fyrir Íslendinga að taka þátt í. En ÓS gengur út á skapandi skrif og það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem talar annað tungumál að móðurmáli að hafa vettvang til skapandi skrifa.“ Randi minnist einnar konu sérstaklega. „Hún er frá Japan og skilaði til okkar skrifum sem búið var að þýða á ensku. En ég vissi að hún hafði skrifað upprunalegan texta á japönsku og spurði hana því hvort hún vildi ekki skila inn þeim texta. Sem hún gerði og birtur var í tímaritinu okkar,“ segir Randi og bætir við: „Seinna sagði hún við mig: Aldrei nokkurn tíma hélt ég að ég fengi útgefin japönsk skrif á Íslandi!“ Randi segir margt gott við búsetuna hér. Það þýði þó ekkert að horfa aðeins á það sem jákvætt er og halda að Ísland sé komið í einhverja höfn. „Það eru alltaf tækifæri til að bæta og gera betur, ekkert er fullkomið. Það er margt á Íslandi sem er mjög gott, til dæmis í jafnréttismálunum. En það er alls ekki þannig að það séu ekki tækifæri þar til að bæta og gera enn betur. Það sama á við um innflytjendur. Því þótt það sé margt gott við að búa á Íslandi sem kona, myndi ég ekkert endilega segja að það væri auðvelt að búa hér sem innflytjandi.“ Sjálf segist hún reyna að gera sitt til að hafa jákvæð áhrif. Til dæmis með setu sinni í stjórn WomenTechIceland, þar sem verulega hallar enn á konur í tæknigeiranum. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég nýt forréttinda í lífinu: Ég er hvít hámenntuð kona frá Bandaríkjunum. En ég er líka kominn á þann aldur að vita hvað ég get, fyrir hvað ég stend og þori alveg að segja hvað mér finnst. Á Íslandi býr mjög fjölbreyttur hópur fólks og kannski er kominn sá tímapunktur til að opna samfélagið enn meir, líka það sem snýr að bókmennta- og fræðihlutanum. Við eigum alltaf að vera sammála því að það sé hægt að bæta samfélög.“ Innflytjendamál Mannauðsmál Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Kynslóðaskipti: Arftakaáætlunin virkjuð, vinnustaðaskóli og ný tækifæri fyrir starfsfólk Rio Tinto er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem vinnur markvisst að því að kynslóðaskipti innan fyrirtækisins gangi sem best fyrir sig. 11. apríl 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Það er bara alls ekki rétt. Ég lærði íslenskuna í Háskóla Íslands. Það er bara alls ekki réttlátt að því sé endalaust haldið að konum sem flytja til Íslands, að þær þurfi að vinna á leikskóla.“ Randi er umhverfisfræðingur og lögfræðingur að mennt, fædd og uppalin í Nevada í Bandaríkjunum. Á Íslandi hefur hún þó ekki réttindi til að starfa sem lögfræðingur. „Það var alveg biti að sætta mig við það áður en ég flutti til Íslands. Því ég var ánægð í störfum mínum sem lögfræðingur,“ segir Randi, en hún starfaði einna helst á sviði mannréttinda í Bandaríkjunum. „Þetta voru oft erfið innflytjendamál, sem í flestum tilfellum tengdust einhverjum áföllum,“ segir Randi til útskýringar. Og vísar þá til áfalla eins og flótta, ofbeldis, morða og fleira. Randi flutti til Íslands árið 2014, talar frábæra íslensku, er í stjórnendastöðu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR, situr í stjórn WomenTechIceland og stofnaði ÓS Pressuna svo eitthvað sé nefnt. Veraldavön sveitastelpa Randi er fædd árið 1971 í smábæ í Nevada sem heitir Yerington. Þar ólst hún upp á hefðbundnum sveitabæ ásamt þremur öðrum systkinum sínum. „Þetta var bara venjulegur sveitabær. Kýr, hestar, lömb og svo framvegis. Átta ár var ég farin að keyra traktor eins og ekkert væri, en helst vildi ég alltaf vera úti, keyrandi um á traktor eða að leika mér með köttum og hundum.“ Síðan þá hefur Randi búið víða um heiminn. Enda talar hún fimm tungumál. „Mamma lagði mikla áherslu á að við systkinin myndum kynnast heiminum, átta okkur á því að það væri miklu meira í lífinu að sækjast en aðeins það sem við sáum og þekktum í þessari sveit.“ Sumarið áður en Randi fór á lokaárið sitt í bandarískum Highs School fór hún til Japans sem skiptinemi í þrjá mánuði. „Þar kynntist ég því í fyrsta sinn hvernig það er að tilheyra minnihlutahópi. Því þarna var ég í allt annarri menningu, hávaxin og ljóshærð, með annan húðlit og svo framvegis,“ segir Randi sem þó nefnir það sérstaklega að á Íslandi teljist hún bara í meðalhæð. Hún segir Japani hafa verið kurteisa og mjög almennilega. Að vera öðruvísi hafi því ekki verið óþægilegt að neinu leyti, en ný reynsla fyrir hana að kynnast. Eftir lokaárið sitt í bandaríska gagnfræðaskólakerfinu, fór Randi til Belgíu og var þar skiptinemi í eitt ár. „Þar lærði ég flæmsku, en það er fyrsta erlenda tungumálið sem ég læri. Ég lærði flæmskuna ekki í skólakerfinu í Belgíu, heldur fyrst og fremst með því að tala við fólk, þora að segja vitleysur eða fara rangt með,“ segir Randi og hlær. „Í raun eins og snjóruðningshefill sem æðir áfram.“ Randi fór síðan í háskólanám í Massachusetts sem er á austurströnd Bandaríkjanna, öfugt við Nevada. „Sem var ótrúlega skemmtileg upplifun því austurströndin og vesturströndin í Bandaríkjunum eru gjörólík samfélög.“ Randi útskrifaðist með B.Sc.. úr umhverfisfræði en hélt því næst til Þýskalands þar sem hún bjó í Bonn í eitt ár. Og lærði þýsku. „Þetta var mjög skemmtilegt ár því á þessum tíma er meiri borgartenging á milli Bonn og Berlínar og margt í gangi í pólitíkinni þar.“ Í tvö ár bjó Randi síðan í Póllandi þar sem hún starfaði fyrir American Peace Corps, sem er hluti af þróunaraðstoð sem bandaríska ríkið rekur. „Ég starfaði sem umhverfisfræðingur í lítilli sveit en var líka að kenna ensku og fleira.“ Randi er sveitastelpa frá Nevada og hún segir margt úr gömlu sveitinni sinni minna á Ísland. Þorsteinn Aðalsteinsson maðurinn hennar var alltaf í sveit sem drengur á Íslandi og hún segir þau því hafa haft margt u mað ræða strax við fyrstu kynni.Vísir/Vilhelm Ástin og Íslendingurinn Þegar Randi sneri aftur til Bandaríkjanna ákvað hún að fara í meistaranám í málfræði til Wisconsin. „Og þar kynntist ég manninum mínum!“ segir Randi og hlær. Er þá loksins íslenska tengingin komin því eiginmaður Randi er Þorsteinn Aðalsteinsson, sem á þessum tíma var í doktorsnámi í eðlisefnafræði í sama háskóla. „Við kynntumst árið 1998 og giftum okkur árið 2000. Þegar við kynntumst bjuggum við í hverfi þar sem aðeins bjuggu einhleypir námsmenn þannig að þetta var eins og stór pottur af valmöguleikum fyrir pör að hittast!“ segir Randi og skellir uppúr. „Steini hafði líka verið í sveit sem ungur drengur, við náðum strax vel saman og gátum rætt um margt.“ Þau bjuggu í Berlín í tvö ár og í Massachusetts í tvö ár en settust síðan að í Silicon Valley í Kaliforníu, þar sem Þorsteinn starfaði sem prófessor. Þar fór Randi fór í lögfræðinám við Kaliforníuháskólann í Berkeley. En hvers vegna lögfræði? „Ég starfaði um tíma fyrir barnavernd og sem umboðsmaður fyrir barnavernd. Mér fannst það mjög gefandi starf og þurfti oft að reyna að miðla málum. Í því starfi var ég líka mikið að útskýra fyrir fólki hvaða réttindi það hefði, hvað mætti og hvað ekki,“ segir Randi og bætir við: „Þarna eru fyrstu verkefnin mín með fólki sem oft talaði annað móðurmál en ég og var í aðstæðum þar sem verið var að reyna að takast á við einhvers konar áföll.“ Að læra lögfræði fannst Randi því rökrétt framhald og eftir það nám, starfaði hún sérstaklega í málefnum innflytjenda. Randi er Head of Content hjá AGR, situr í stjórn UT kvenna á Íslandi og heldur úti Ós Pressunni, sem er vettvangur fyrir skapandi skrif fólks sem kemur erlendis frá og býr á Íslandi. Randi segir mömmu hennar hafa lagt mikla áherslu á að þau systkinin myndu kynnast heiminum, hann væri miklu stærri en aðeins litla sveitin þeirra í Nevada. Vísir/Vilhelm, einkasafn Til Íslands Randi og Þorsteinn eignuðust son árið 2010 og þegar hann var tveggja, þriggja ára, segir Randi þau hafa verið komin að ákveðnum tímamótum. Þar sem þau þurftu meðal annars að ákveða hvar þau vildu ala soninn upp, með tilliti til skóla og fleira. „Foreldrar Steina voru að eldast og þar voru komin upp veikindi. Ég myndi segja að það hafi haft áhrif á það hvers vegna Ísland varð fyrir valinu því að við veltum líka ýmsum öðrum kostum fyrir okkur. Indland, Berlín, það voru alls konar möguleikar.“ Þótt Randi hafi fundist tilhugsunin um að missa lögfræðiréttindin sín með flutningi til Íslands, var hún alveg til í að flytja. „Kannski vegna þess að ég fíla Kaliforníu ekkert svo mikið. Það hefur alltaf verið rígur á milli Nevada og Kaliforníu,“ útskýrir Randi og hlær. „En ég sagði við Steina: Þú verður þá að fá vinnu á Íslandi sem greiðir nógu góð laun til að framfleyta okkur í að minnsta kosti eitt ár. Því ég hef ekki rétt á að starfa þar og þarf eflaust tíma til að finna mér vinnu.“ Hún segist strax hafa upplifað Ísland sem góðan stað fyrir konur að búa á. Það tók mig tíu ár að verða tilbúin til þess að eignast barn. Því eins og svo víða, þá er viðhorfið oft þannig til karla og kvenna að ef karlmaðurinn er til dæmis duglegur með börnin sín, þá er hann besti pabbi í heimi. En ef kona er ekki alltaf til staðar eða mikið að vinna, er hún ekki að standa sig sem skyldi í móðurhlutverkinu.“ Randi segir að í samtölum um þetta, hafi Þorsteinn auðvitað oft bent á að þetta viðhorf væri ekki til staðar í þeirra sambandi. „En þá benti ég honum á að í raun skiptir það ekki alltaf máli. Við værum ekki í neinni búbblu, heldur alltaf hluti af einhverju samfélagi og það væru viðhorf samfélagsins sem gera konum oft erfitt fyrir. Við erum stanslaust gagnrýndar og þurfum stanslaust að vera að sanna okkur.“ Randi segir samt að það sé ekkert endilega auðvelt að vera innflytjandi á Íslandi. Um tíma vann hún fyrir félagasamtökin Móðurmál og kenndi börnum þeirra sem búið höfðu erlendis, eða voru innflytjendur ensku, en íslenskuna lærði hún samt í Háskóla Íslands. Þar starfaði hún líka í um átta ár, þar af tæplega þrjú ár sem forstöðumaður Ritver. „Starfið þar var erfitt því til viðbótar við það að sinna því sem starfsmaður, fór jafn mikill tími í að vera að sanna mig. Því gagnrýnin var svo oft á að ég væri ekki að skilja fræðiskrif á íslensku, væri ekki að skrifa nógu góða íslensku sjálf og svo framvegis,“ segir Randi og bætir við: Þarna þurfa Íslendingar aðeins að fara að hugsa sinn gang. Samfélagið er að breytast og ef ætlunin er að nýta mannauð fólks sem kemur erlendis frá, getum við ekki verið föst í að hér geti enginn gert neitt eða kunnað 100% nema hann eða hún eigi ömmu sem fæddist á Íslandi. Það er bara alls ekki þannig.“ Randi segir kröfur á konur oft miklar enda hafi það tekið hana um tíu ár að vera tilbúin til að eignast barn. Ef karlmenn eru mikið með börnunum sínum teljast þeir frábærir feður. Ef konur eru mikið að vinna, sé sagt að þær séu ekki að standa sig sem skyldi í móðurhlutverkinu. Í öllu, líka jafnréttismálum, séu alltaf tækifæri til að gera betur.Vísir/Vilhelm Getum alltaf gert betur Randi starfar sem „Head of Content“ hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR. Þar byrjaði hún þó í stöðugildi sem kallaðist „Lead Technical Writer.“ „Ég hugsaði bara með mér að fyrst mér hefur tekist að læra fjögur erlend tungumál gæti ekki verið annað en að ég réði við að skrifa um allt sem þyrfti að útskýra fyrir notkun á appi,“ segir Randi og hlær. En tekur þó fram að starfið hjá AGR hafi frá upphafi fallið vel að hennar styrkleikum. „Ég er lausnarmiðuð og góð í gagnrýnni hugsun, að hlusta á fólk, skilja samhengi hlutanna og svo framvegis.“ Árið 2015 stofnaði Randi ÓS Pressuna, sem ætlað er sem vettvangur fyrir fólk erlendis frá til skapandi skrifa. „Þar eru reyndar ekki bara útlendingar, ÓS er líka samfélag fyrir Íslendinga að taka þátt í. En ÓS gengur út á skapandi skrif og það er mjög mikilvægt fyrir fólk sem talar annað tungumál að móðurmáli að hafa vettvang til skapandi skrifa.“ Randi minnist einnar konu sérstaklega. „Hún er frá Japan og skilaði til okkar skrifum sem búið var að þýða á ensku. En ég vissi að hún hafði skrifað upprunalegan texta á japönsku og spurði hana því hvort hún vildi ekki skila inn þeim texta. Sem hún gerði og birtur var í tímaritinu okkar,“ segir Randi og bætir við: „Seinna sagði hún við mig: Aldrei nokkurn tíma hélt ég að ég fengi útgefin japönsk skrif á Íslandi!“ Randi segir margt gott við búsetuna hér. Það þýði þó ekkert að horfa aðeins á það sem jákvætt er og halda að Ísland sé komið í einhverja höfn. „Það eru alltaf tækifæri til að bæta og gera betur, ekkert er fullkomið. Það er margt á Íslandi sem er mjög gott, til dæmis í jafnréttismálunum. En það er alls ekki þannig að það séu ekki tækifæri þar til að bæta og gera enn betur. Það sama á við um innflytjendur. Því þótt það sé margt gott við að búa á Íslandi sem kona, myndi ég ekkert endilega segja að það væri auðvelt að búa hér sem innflytjandi.“ Sjálf segist hún reyna að gera sitt til að hafa jákvæð áhrif. Til dæmis með setu sinni í stjórn WomenTechIceland, þar sem verulega hallar enn á konur í tæknigeiranum. „Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ég nýt forréttinda í lífinu: Ég er hvít hámenntuð kona frá Bandaríkjunum. En ég er líka kominn á þann aldur að vita hvað ég get, fyrir hvað ég stend og þori alveg að segja hvað mér finnst. Á Íslandi býr mjög fjölbreyttur hópur fólks og kannski er kominn sá tímapunktur til að opna samfélagið enn meir, líka það sem snýr að bókmennta- og fræðihlutanum. Við eigum alltaf að vera sammála því að það sé hægt að bæta samfélög.“
Innflytjendamál Mannauðsmál Starfsframi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Kynslóðaskipti: Arftakaáætlunin virkjuð, vinnustaðaskóli og ný tækifæri fyrir starfsfólk Rio Tinto er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem vinnur markvisst að því að kynslóðaskipti innan fyrirtækisins gangi sem best fyrir sig. 11. apríl 2024 07:00 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01
Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01
Kynslóðaskipti: Arftakaáætlunin virkjuð, vinnustaðaskóli og ný tækifæri fyrir starfsfólk Rio Tinto er eitt þeirra fyrirtækja á Íslandi sem vinnur markvisst að því að kynslóðaskipti innan fyrirtækisins gangi sem best fyrir sig. 11. apríl 2024 07:00
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00