Fyrstir áfram en þjálfarinn meiddist alvarlega þegar leikmaður hans lenti á honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 07:31 Chris Finch reyndi að forðast högg frá Mike Conley eftir að Devin Booker hafði ýtt Conley í átt að þjálfaranum, sem meiddist illa í hné. AP/Ross D. Franklin Minnesota Timberwolves urðu í gærkvöld fyrstir til þess að tryggja sig áfram í undanúrslit vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta en það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. Risaframmistaða Devin Booker dugði Phoenix Suns ekki. Minnesota vann Phoenix 122-116 í gær og þar með einvígi liðanna 4-0. Þetta er fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppninni síðustu tvo áratugi. Anthony Edwards skoraði 40 stig, þar af 31 í seinni hálfleik, og tók níu fráköst, og Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Phoenix var Booker með heil 49 stig, sem er met hjá honum í útsláttarkeppni, og Kevin Durant bætti við 33 en það dugði ekki til. Minnesota varð að klára leikinn án þjálfarans Chris Finch sem meiddist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, þegar hans eigin leikmaður, Mike Conley, lenti illa á honum eftir brot Bookers. Chris Finch tore his patellar tendon tonight on this play -He will need surgery likely between rounds -Timeline of healing is 6 months but usually 1 year before feeling normal pic.twitter.com/9iF94UOOWq— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) April 29, 2024 Finch gat því ekki rætt við fjölmiðla eftir leik og í ljós kom að hann hefði slitið hnéskeljarsin. Hann fékk heimsókn frá leikmönnum sínum eftir leikinn og þeir gátu saman glaðst yfir áfanganum. Útlit er fyrir að Minnesota mæti Denver Nuggets í næsta einvígi en Denver er 3-1 yfir gegn LA Lakers og gæti klárað einvígið í kvöld. Clippers jöfnuðu einvígið Indiana Pacers unnu Milwaukee Bucks 126-113 og eru komnir í 3-1 í einvígi liðanna í austurdeildinni. Milwaukee er án Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla og Bobby Portis meiddist snemma leiks. LA Clippers náðu svo að jafna einvígi sitt við Dallas Mavericks í 2-2, með 116-111 sigri. Dallas lenti 31 stigi undir í fyrri hálfleik en tókst með 40 stiga leik Kyrie Irving að komast yfir í leiknum, áður en Clippers tryggðu sér sigur á lokamínútunum. James Harden og Paul George skoruðu 33 stig hvor. NBA Tengdar fréttir Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Minnesota vann Phoenix 122-116 í gær og þar með einvígi liðanna 4-0. Þetta er fyrsti sigur liðsins í útsláttarkeppninni síðustu tvo áratugi. Anthony Edwards skoraði 40 stig, þar af 31 í seinni hálfleik, og tók níu fráköst, og Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig og tók 10 fráköst. Hjá Phoenix var Booker með heil 49 stig, sem er met hjá honum í útsláttarkeppni, og Kevin Durant bætti við 33 en það dugði ekki til. Minnesota varð að klára leikinn án þjálfarans Chris Finch sem meiddist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, þegar hans eigin leikmaður, Mike Conley, lenti illa á honum eftir brot Bookers. Chris Finch tore his patellar tendon tonight on this play -He will need surgery likely between rounds -Timeline of healing is 6 months but usually 1 year before feeling normal pic.twitter.com/9iF94UOOWq— Dr. Evan Jeffries, DPT (@GameInjuryDoc) April 29, 2024 Finch gat því ekki rætt við fjölmiðla eftir leik og í ljós kom að hann hefði slitið hnéskeljarsin. Hann fékk heimsókn frá leikmönnum sínum eftir leikinn og þeir gátu saman glaðst yfir áfanganum. Útlit er fyrir að Minnesota mæti Denver Nuggets í næsta einvígi en Denver er 3-1 yfir gegn LA Lakers og gæti klárað einvígið í kvöld. Clippers jöfnuðu einvígið Indiana Pacers unnu Milwaukee Bucks 126-113 og eru komnir í 3-1 í einvígi liðanna í austurdeildinni. Milwaukee er án Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo vegna meiðsla og Bobby Portis meiddist snemma leiks. LA Clippers náðu svo að jafna einvígi sitt við Dallas Mavericks í 2-2, með 116-111 sigri. Dallas lenti 31 stigi undir í fyrri hálfleik en tókst með 40 stiga leik Kyrie Irving að komast yfir í leiknum, áður en Clippers tryggðu sér sigur á lokamínútunum. James Harden og Paul George skoruðu 33 stig hvor.
NBA Tengdar fréttir Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Fleiri fréttir Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Sjá meira
Brunson skaut Philadelphia í kaf New York Knicks lagði Philadelphia 76ers í fjórða leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Jalen Brunson var hreint út sagt ótrúlegur í fimm stiga sigri Knicks, lokatölur 97-92. Sigurinn þýðir að Knicks er aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. 28. apríl 2024 21:00