Hrósar Alberti en Inter þarf að safna fyrir honum Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 08:02 Albert Guðmundsson er í sigti stórliða eftir magnaða leiktíð með Genoa í vetur. Getty/Nicolo Campo Nýkrýndir Ítalíumeistarar Inter eru með Albert Guðmundsson í sigtinu og stjórnandi hjá félaginu viðurkennir áhuga. Inter gæti hins vegar þurft að ná góðri sölu til að hafa efni á Alberti. Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar. Ítalski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira
Ítalska sjónvarpsstöðin Sky Sport fjallaði um möguleik leikmannakaup Inter og segir að félagið vilji fá markvörð, varnarmann og sóknarmann fyrir næstu leiktíð. Félagið hefur þegar tryggt sér Mehdi Taremi frá Porto en vill annan sóknarmann og horfir þar helst til tveggja manna; Alberts hjá Genoa og Joshua Zirkzee hjá Bologna. Albert hefur ítrekað verið orðaður við Inter síðustu mánuði. „Joshua Zirkzee og Albert Guðmundsson eru tveir hágæðaleikmenn en það þýðir ekki endilega að við munum kaupa þá,“ sagði Piero Ausilio, yfirmaður íþróttamála hjá Inter, og bætti við að félagið yrði með fjóra framherja á næstu leiktíð en ekki fimm. ⚫️🔵 Inter director Ausilio: "Joshua Zirkzee and Albert Guðmundsson are two excellent quality players but it doesn't mean that we will buy them"."We will have four strikers next season, not five".🇮🇷 Inter have already signed Mehdi Taremi as free agent. pic.twitter.com/CCQl3F1cvr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 29, 2024 Alexis Sanchez er á förum frá Inter og einnig gæti Marko Arnautovic farið frá félaginu. Það þýðir að pláss er fyrir Albert en Sky segir ljóst að hvorki hann né Zirkzee séu ódýrir. Sky segir því ljóst að Inter þurfi að selja leikmann fyrir talsvert fé til þess að eiga möguleika á að kaupa annan hvorn þeirra. Fréttastöðin telur líklegt að Inter sæki sér markvörðinn Bento frá Athletico Paranaense, og sjái hann fyrir sér sem arftaka Yann Sommer þegar fram líði stundir. Félagið vilji einnig varnarmann í sama gæðaflokki og Francesco Acerbi og Stefan de Vrij, sem báðir eru nú komnir vel á fertugsaldurinn, sem smám saman geti unnið sig inn í liðið. Albert, sem verður 27 ára í sumar, hefur skorað 13 mörk í 31 deildarleik á Ítalíu í vetur. Hann verður á ferðinni með Genoa í kvöld þegar liðið tekur á móti Cagliari í fimmtu síðustu umferð deildarinnar.
Ítalski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Í beinni: Noregur - Finnland | Mikilvægur leikur fyrir stelpurnar okkar Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Sjá meira