Liðsfélagarnir í sumarfríi en hann að vinna tólf tíma á dag á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 09:00 Tryggvi Snær Hlinason hefur verið frábær með íslenska landsliðinu undanfarin ár. Hér treður hann boltanum í körfuna á móti Ítölum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Hér fyrir neðan er hægt að sjá nýju heimildarmyndina um körfuboltastjörnuna Tryggva Snæ Hlinason og sumarið hans í Svartárkoti. Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a> Spænski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Spænska körfuboltadeildin frumsýndi á dögunum þessu nýju heimildarmynd um íslenska landsliðsmiðherjann sem á aðeins örfáum árum fór frá því að keppa í körfubolta í fyrsta sinn í það spila í Meistaradeildinni í körfubolta. ❤️ Ya es una realidad.𝙆𝙞𝙣𝙙𝙪𝙧 (𝙤𝙫𝙚𝙟𝙖𝙨🐑), una historia acb, se estrena ya EN DIRECTO.Esta es la historia de una promesa. De un viaje, una leyenda y un granjero islandés. RAFA MARTÍNEZ & TRYGGVI HLINASON ya están aquí.¡DISFRÚTALO!📺 https://t.co/QMNsdCxqaJ pic.twitter.com/vwq46TewIY— Liga Endesa (@ACBCOM) April 25, 2024 Uppkoma Tryggva hefur vakið mikla athygli og ekki bara hér á Íslandi. Þessi 216 sentimetra og 26 ára gamli körfuboltamaður hefur haldið velli í bestu körfuboltadeild Evrópu og er á góðri leið með að vera sá Íslendingur sem hefur spilað þar lengst samfellt. Sjö ár á Spáni Tryggvi hefur nú auk þess að vera algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu spilað sem atvinnumaður á Spáni í að verða sjö ár. Spánverjarnir voru sérstaklega áhugasamir um að vita meira um bakland íslenska körfuboltamannsins. Tryggvi kemur frá Svartárkot í Bárðardal sem er efsti bærinn í dalnum. Heimildarmyndin heitir Kindur og fjallar um heimsókn spænska körfuboltamannsins Rafa Martínez til Tryggva og fjölskyldu hans í Svartárkoti. Tryggvi var sérstakur heiðursgestur þegar myndin var frumsýnd í bíósal í Bilbao fyrir helgi þar sem Tryggvi spilar nú með heimaliðinu. Lofaði Tryggva að heimsækja hann Martínez er nýbúinn að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril. Þegar Tryggvi sagði honum að hann væri fjárbóndi á sumrin þá lofaði Martínez honum að koma í heimsókn þegar skórnir væru komnir upp á hillu. 🐑 ¡Qué noche en Bilbao!Gracias a todos por hacer que el preestreno de KINDUR haya sido, simplemente, inolvidable.Mañana, a las 20.00h, nos vemos todos en el canal de YouTube de acb.@bilbaobasket 🖤 pic.twitter.com/U4oj5KFL2s— Liga Endesa (@ACBCOM) April 24, 2024 Martínez stóð við stóru orðin síðasta sumar og með honum komu myndatökumenn til að festa allt á filmu. Þar má sjá Tryggva sýna Martínez lífið í Bárðardalnum. Hann fer með hann í fjárhúsið, á hestbak og út að veiða á vatninu. Tryggvi segir Martínez frá lífi sínu í sveitinni og sá spænski fær að kynnast hlutum sem hann hefur aldrei upplifað áður. Nóg af vinnu í sumarfríinu Tryggvi segir meðal annars í myndinni að meðan að liðsfélagarnir hans á Spáni séu í afslöppun í sumarfríinu sínu þá sé hann mættur norður í Svartárkot til að vinna langan vinnudag. „Hvað heldur þú að liðsfélagarnir mínir séu að gera núna? Ég ímynda mér það að þeir séu á ströndinni, að vinna í sínum leik eða bara að slaka á. Að gera eitthvað í rólegheitunum. Ég er aftur á móti hér að vinna tólf til þrettán tíma á dag,“ sagði Tryggvi. Tryggvi segir líka frá því hvernig fjölskyldan tók því þegar hann sagði frá því að hann væri að yfirgefa bóndabæinn til að spila körfubolta á Spáni. Hér fyrir neðan má sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd. Tryggvi er orðinn altalandi á spænsku og myndin er því á spænsku en í útgáfunni hér fyrir neðan þá er enskur texti. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6CwN5MAvO1k">watch on YouTube</a>
Spænski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Steig á tána á Mike Tyson Sport „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Þ. - Tindastóll | Stólarnir geta komist aftur á toppinn Í beinni: Njarðvík - ÍR | Stiga- og þjálfaralausir ÍR-ingar mæta í Stapaskóla Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira