Andstaða frá Íslandi og vera Ísraelsmanna litar keppnina í ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2024 13:01 Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og fararstjóri íslenska hópsins. Vera Ísraelsmanna og andstaða frá Íslandi litar Eurovisionkeppnina í ár, að sögn fararstjóra íslenska hópsins. Hann segir þó góða stemningu í hópnum og að fyrsta æfing Heru Bjarkar hafi gengið framar vonum. Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins. Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Íslenski hópurinn hélt til Malmö í Svíþjóð á laugardaginn. Hera Björk Þórhallsdóttir, sem flytur lagið Scared of heights, æfði atriðið á sviðinu í Malmö Arena i gær. Rúnar Freyr Gíslason, farstjóri Íslenska hópsins segir æfinguna hafa gengið framar vonum og að góð stemning sé innan hópsins þrátt fyrir að verkefnið sé öðruvísi og kröfumeira en venjulega. „Það sem við erum að setja allan fókus á er að gera þetta að flottu atriði. Það var heldur betur að gerast í gær á fyrstu æfingunni sem gekk alveg ótrúlega vel. Við erum að gera miklar breytingar á atriðinu, bæði lúkki, grafík, handahreyfingum og allskonar,“ segir Rúnar. Hann segist skynja mikinn áhuga fólks á Heru. „Blaðamennirnir þekkja hana frá því að hún var í keppninni fyrir mörgum árum. Þeir flykkjast að henni og til dæmis núna er hún í þriggja tíma viðtalssessioni þar sem blaðamenn koma á hótelið og tala við hana hver á eftir öðrum. Svo það gengur vel og við erum stolt af henni. Hún er flott í viðtölum, frábær á sviðinu. Það geislar af henni og hún gefur mikið af sér.“ Keppnin öðruvísi en áður Rúnar Freyr segir hópinn finna vel fyrir andstöðu frá Íslandi varðandi þáttöku í keppninni í ár sem og þáttöku ísraels. „Við finnum vel fyrir því. Maður er bara heiðarlegur með það. Og vera Ísraelsmanna hér þegar ástandið er svona og þeir eru að haga sér svona þarna á Gaza þá litar það keppnina. Þó keppnin sé stofnuð á þeim grunni að vera friðar-og sameinandi og tákn friðar eftir seinni heimsstyrjöldina þá litar þetta keppnina og það er bara þannig. Og það litar keppnina líka þessi andstaða frá Íslandi og við finnum fyrir henni og höfum gert það, og það auðvitað verður að segjast eins og er það er dálítið öðruvísi en hefur verið.“ Næsta æfing er 1.maí. „Við hlökkum til að sjá afraksturinn og sýna hann íslensku þjóðinni þegar Hera stígur á svið,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fararstjóri íslenska hópsins.
Eurovision Tónlist Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Þórdís Lóa um Júró-umfjöllun: „Hvers vegna þessi þögn?“ Systir Heru Bjarkar furðar sig á því hve litla umfjöllun Eurovision-fararnir hafi fengið í ár. Áður hafi stórskemmtilegt myndefni af ferðalöngunum prýtt vef Ríkisútvarpsins. Athygli vakti í gær þegar framlag Ísraels hlaut eitt stig frá öllum dómurum Alla leið. 28. apríl 2024 14:47