Thiago Silva hættir hjá Chelsea en vonast til að synirnir spili þar áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2024 15:31 Thiago Silva vann Meistaradeildina með Chelsea sem tókst ekki í mörg ár hans hjá Paris Saint Germain. Getty/Darren Walsh Brasilíumaðurinn Thiago Silva mun kveðja Chelsea eftir þetta tímabil en samningur hans rennur úr í sumar og verður ekki endurnýjaður. Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandinu og eins er slúðrað um það að hann fari til AC Milan. Þessi 39 ára gamli leikmaður er alla vega ekki hættur. Thiago Silva will leave Chelsea at the end of the Premier League season 🔵👇pic.twitter.com/NnBWdLpaUG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 29, 2024 „Chelsea skiptir mig miklu máli. Ég kom hingað fyrst með það markmið að vera bara í eitt tímabil en þetta endaði með að vera fjögur ár, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir fjölskyldu mína líka,“ sagði Thiago Silva í viðtali á miðlum Chelsea. Hann kom til Chelsea í ágúst 2020 á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain. Síðan hefur hann spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar UEFA. „Synir mínir spila núna fyrir Chelsea og það fylgir því stolt að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni og nú bókstaflega af því að strákarnir mínir spila hérna núna. Vonandi geta þeir haldið áfram ferli sínum hjá þessu sigursæla félagi sem svo margir vilja spila fyrir,“ sagði Thiago. „Ég hugsa um allt sem ég gerði hjá félaginu þessi fjögur ár. Ég hef alltaf gefið allt mitt en því miður á allt sér upphaf, miðju og endi,“ sagði Thiago. „Það þýðir ekki að þetta sé endirinn. Ég vonast til þess að dyrnar standi opnar fyrir mig í næstu framtíð og ég geti mögulega snúið til baka í öðru hlutverki. Ég vil bara þakka fyrir mig,“ sagði Thiago. Four years, countless memories. A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Silva hefur verið orðaður við Fluminense í heimalandinu og eins er slúðrað um það að hann fari til AC Milan. Þessi 39 ára gamli leikmaður er alla vega ekki hættur. Thiago Silva will leave Chelsea at the end of the Premier League season 🔵👇pic.twitter.com/NnBWdLpaUG— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 29, 2024 „Chelsea skiptir mig miklu máli. Ég kom hingað fyrst með það markmið að vera bara í eitt tímabil en þetta endaði með að vera fjögur ár, ekki aðeins fyrir mig heldur fyrir fjölskyldu mína líka,“ sagði Thiago Silva í viðtali á miðlum Chelsea. Hann kom til Chelsea í ágúst 2020 á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain. Síðan hefur hann spilað 151 leik fyrir félagið, unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og Ofurbikar UEFA. „Synir mínir spila núna fyrir Chelsea og það fylgir því stolt að vera hluti af Chelsea fjölskyldunni og nú bókstaflega af því að strákarnir mínir spila hérna núna. Vonandi geta þeir haldið áfram ferli sínum hjá þessu sigursæla félagi sem svo margir vilja spila fyrir,“ sagði Thiago. „Ég hugsa um allt sem ég gerði hjá félaginu þessi fjögur ár. Ég hef alltaf gefið allt mitt en því miður á allt sér upphaf, miðju og endi,“ sagði Thiago. „Það þýðir ekki að þetta sé endirinn. Ég vonast til þess að dyrnar standi opnar fyrir mig í næstu framtíð og ég geti mögulega snúið til baka í öðru hlutverki. Ég vil bara þakka fyrir mig,“ sagði Thiago. Four years, countless memories. A message from Thiago Silva… pic.twitter.com/f2YbB4GMXY— Chelsea FC (@ChelseaFC) April 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira