Eltihrellirinn í Baby Reindeer íhugar að leita réttar síns Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2024 10:24 Richard Gadd og Jessica Gunning í hlutverkum sínum í Baby Reindeer. Netflix Eltihrellirinn sem elti breska leikarann Richard Gadd á röndum fyrir um tíu árum síðan segist nú íhuga að leita réttar síns vegna sjónvarpsþáttaraðarinnar Baby Reindeer sem slegið hefur í gegn á Netflix. Hún segist hafa fengið líflátshótanir í kjölfar þáttanna. Þetta kemur fram í viðtali við konuna í breska götublaðinu Daily Mail. Netflix þættirnir hafa slegið í gegn en breski grínistinn Gadd skrifar handrit þáttanna og fer með aðalhlutverkið. Þeir byggja á lífsreynslu hans frá því fyrir um tíu árum síðan þegar umrædd kona fær hann skyndilega á heilann. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitunni um þessar mundir. Í þáttunum fer Jessica Gunning með hlutverk eltihrellsins. Konan, sem persóna Gunning byggir á, segir í samtali við breska miðilinn að sannleikurinn sé alls ekki sá sem Gadd leggur upp með í þáttunum. „Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ segir konan. Hún segir ljóst að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún sé í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana. Eins og áður segir byggja þættirnir á raunverulegum atburðum í lífi Gadd. Konan segir ljóst að hann hafi ekki gengið nærri því nógu langt til þess að fela raunverulegt nafn hennar. Óprúttnir netverjar hafa þegar haft uppi á ýmsum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem konan tístir um Gadd. Þá bendir hún á að Martha, eltihrellirinn í þáttunum, deili með henni afar svipuðum karaktereinkennum. Þær séu báðar skoskar, hafi stundað laganám, eigi sér sögu um að hafa verið eltihrellar og séu báðar tuttugu árum eldri en Gadd. „Hún lítur svolítið út eins og ég eftir að ég bætti mikilli þyngd á mig í faraldrinum en ég er ekki í alvörunni óaðlaðandi,“ segir konan um persónuna Mörthu. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að ýmislegt sé þó líkt. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi konan sent honum 41.071 tölvupósta, tekið upp 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Gadd hefur sagt að lögreglan hafi sýnt máli hans lítinn áhuga þar sem eltihrellirinn hafi verið kvenkyns. Leikarinn biðlaði í síðustu viku til netverja að hafa ekki upp á raunverulegum eltihrelli sínum né öðrum manneskjum sem gerð eru skil í þáttunum. Þrátt fyrir þetta segist konan íhuga að leita réttar síns. Hún segir Gadd vera haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé aðalpersónan. Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við konuna í breska götublaðinu Daily Mail. Netflix þættirnir hafa slegið í gegn en breski grínistinn Gadd skrifar handrit þáttanna og fer með aðalhlutverkið. Þeir byggja á lífsreynslu hans frá því fyrir um tíu árum síðan þegar umrædd kona fær hann skyndilega á heilann. Þættirnir eru þeir vinsælustu á streymisveitunni um þessar mundir. Í þáttunum fer Jessica Gunning með hlutverk eltihrellsins. Konan, sem persóna Gunning byggir á, segir í samtali við breska miðilinn að sannleikurinn sé alls ekki sá sem Gadd leggur upp með í þáttunum. „Hann notar Baby Reindeer til þess að eltihrella mig núna,“ segir konan. Hún segir ljóst að Gadd beiti sig ofbeldi til þess eins að fá frægð og frama. Hún sé í raun fórnarlambið, enda sé öll þáttaröðin í raun um hana. Eins og áður segir byggja þættirnir á raunverulegum atburðum í lífi Gadd. Konan segir ljóst að hann hafi ekki gengið nærri því nógu langt til þess að fela raunverulegt nafn hennar. Óprúttnir netverjar hafa þegar haft uppi á ýmsum tístum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem konan tístir um Gadd. Þá bendir hún á að Martha, eltihrellirinn í þáttunum, deili með henni afar svipuðum karaktereinkennum. Þær séu báðar skoskar, hafi stundað laganám, eigi sér sögu um að hafa verið eltihrellar og séu báðar tuttugu árum eldri en Gadd. „Hún lítur svolítið út eins og ég eftir að ég bætti mikilli þyngd á mig í faraldrinum en ég er ekki í alvörunni óaðlaðandi,“ segir konan um persónuna Mörthu. Tekið er fram í umfjöllun miðilsins að ýmislegt sé þó líkt. Gadd hefur fullyrt að yfir fjögurra ára tímabil hafi konan sent honum 41.071 tölvupósta, tekið upp 350 klukkustundir í talhólfi hans, skrifað um hann 744 tíst, sent honum 46 Facebook skilaboð og 106 síður af bréfum. Gadd hefur sagt að lögreglan hafi sýnt máli hans lítinn áhuga þar sem eltihrellirinn hafi verið kvenkyns. Leikarinn biðlaði í síðustu viku til netverja að hafa ekki upp á raunverulegum eltihrelli sínum né öðrum manneskjum sem gerð eru skil í þáttunum. Þrátt fyrir þetta segist konan íhuga að leita réttar síns. Hún segir Gadd vera haldinn þeirri ranghugmynd að hann sé aðalpersónan.
Bíó og sjónvarp Bretland Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira