Yrði gagnkynhneigður maður spurður sömu spurningar? Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 12:08 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, og Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi. Vísir/Vilhelm Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís. Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Í viðtali hjá Stefáni Einari Stefánssyni, hlaðvarpsstjórnanda Spursmála á Morgunblaðinu í vikunni, var Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fenginn til að svara fyrir mynd sem tekin var af honum á skemmtistað í París sem sagður er vera kynlífsklúbbur. Baldur kvaðst ekki muna eftir því að hafa farið á klúbbinn og benti á að ekkert væri að myndinni. Í kjölfar þáttarins gaf stjórn Samtakanna '78 frá sér yfirlýsingu þar sem spurningin og neikvæð umræða um kynhneigð Baldurs, sem er samkynhneigður, var gagnrýnd. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður samtakanna, segir umræðu um kynhneigð Baldurs ekki vera slæma en það sé alls ekki gott þegar reynt er að gera hann tortryggilegan frambjóðanda vegna hennar. „Í það minnsta hef ég ekki orðið vör við það að aðrir forsetaframbjóðendur séu spurðir að því og krafnir skýringa á því af hverju þeir hafa verið á einhverjum skemmtistöðum. Eina ástæðan fyrir því að hann er spurður um þetta er af því þetta er hommaskemmtistaður fyrir homma,“ segir Bjarndís. Hún segir að á þeim árum sem Samtökin '78 hafa verið starfrækt hafi íslenskt samfélag tekið stakkaskiptum þegar kemur að viðhorfi gagnvart samkynhneigðu fólki. „Maður vill trúa því að þessi framför hafi náð djúpt inn í þjóðarsálina og það er leiðinlegt að sjá það að þegar það kemur að umræðu eins og þessari, að það séu einstaklingar sem eru til í að stökkva til og tjá sig með rætnum og leiðinlegum hætti, til dæmis í kommentakerfum, sem gerðist í kjölfari á þessu viðtali og í rauninni fyrir þann tíma,“ segir Bjarndís. Samtökin fagni því þegar hinsegin fólk láti af sér bera í samfélaginu. „Það er gott að hafa í huga ákveðna þumalputtareglu að velta því fyrir sér hvort þetta séu sæmandi spurningar til að spyrja gagnkynhneigða manneskju. Ég held að það sé góður staður til að byrja á. Velta því fyrir sér hvort spurningarnar séu til að gera manneskjuna tortryggilega fyrir sakir kynhneigðar sinnar,“ segir Bjarndís.
Hinsegin Forsetakosningar 2024 Fjölmiðlar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira