Nemendur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2024 20:09 Hópurinn úr Flóaskóla, sem er að spila í Hörpu þessa dagana og vekur þar mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira
Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Sjá meira