Nemendur Flóaskóla slá í gegn með Langspilin sín Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2024 20:09 Hópurinn úr Flóaskóla, sem er að spila í Hörpu þessa dagana og vekur þar mikla athygli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eina langspilssveit landsins, sem vitað er um er skipuð um tuttugu nemendum Flóaskóla, sem smíða að auki öll sín hljóðfæri. Sveitin gerir það nú gott í Hörpu þar sem hún spilar á nokkrum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Sjá meira
Hópur nemenda úr Flóaskóla í Flóahreppi er að slá í gegn þessa dagana í Eldborgarsal Hörpu í verkefni, sem kallast “Fljúgðu, fljúgðu klæði” með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Listasafni Íslands þar sem Ólafur Egilsson segir allskonar sögur af álfum, tröllum og draugum og inn á milli spilar hljómsveitin tónlist með aðstoð nemenda Flóaskóla. Um nokkra grunnskólatónleika er að ræða fyrir nemendur af höfuðborgarsvæðinu, sem fara fram þessa dagana. Og það var mikil upphefð fyrir krakkana að fá að spila í Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Þetta er glæsilegur hópur og forréttindi að fá að vinna þetta verkefni í Flóaskóla og fylgja þessu eftir og fá að gera þetta með Sinfóníuhljómsveitinni, þetta er draumur í dós vægast sagt,” segir Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar. Eyjólfur Eyjólfsson, kennari og stjórnandi Langspilssveitarinnar er að gera frábæra hluti með nemendur Flóaskóla þegar kemur að Langspilunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er flókið að spila á Langspil eða auðvelt? „Það er auðvelt að ná undirstöðutökum á því en svo er það eins og með öll önnur hljóðfæri, það er flókið og tekur æfingu og vinnu að ná betri tökum, að getað spilað svona flóknari lög. Um leið og þú slærð strengina svona þá ertu komin með hljóm, sem virkar með ótal lögum,” segir Eyjólfur. Og nemendum finnst mjög gaman að spila á langspil. „Þetta er gamalt hljóðfæri og við smíðuðum það sjálf og svo er bara gaman að spila á þetta. Þetta er svona mitt á milli að vera erfitt og ekki erfit,” segir Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María tekur undir orð hans og bætir við. “Mér finnst létt að spila á hljóðfærið”. Systkinin búa á bænum Eystri Loftsstöðum II í Flóahreppi. Björgvin Guðni Sigurðsson, nemandi og systir hans, Kristín María, sem búa á bænum Eystri Loftsstöðum í Flóahreppi eru mjög ánægð í Landgspilssveitinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Frá vinstri, Hlynur Davíðsson, Þórarinn Óskar Ingvarsson og Viktor Logi Tello, nemendur skólans, sem eru mjög ánægðir með að vera í Langspilssveit skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Tónlist Harpa Flóahreppur Krakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Fleiri fréttir Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Sjá meira