„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. maí 2024 08:00 Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður ÍTK. Vísir/Bjarni Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. „Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
„Þetta eru bara of mörg tilfelli sem hafa komið upp á undanförnum árum og við töldum að þetta væri komið gott. Það eru mjög mörg dæmi, bæði karla- og kvennamegin á undanförnum árum. Eitt tilfelli er of mörg tilfelli, það er bara þannig,“ segir Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður Íslensks Toppkörfubolta, hagsmunasamtaka körfuknattleiksfélaga landsins. Kjartan þekkir sjálfur dæmi af bandarískum leikmanni sem kom til hans félags, Hauka, sem rann á auglýsingamerkingu á Ásvöllum og var úr leik áður en Íslandsmótið hófst. Dæmi má einnig taka af Pavel Ermolinskij sem reif lærvöðva í bikarúrslitaleik KR við Stjörnuna árið 2015. Þá rann hann um auglýsingu í Laugardalshöll. Auglýsingar má sjá prentaðar á gólf flestra íþróttahúsa landsins og hafa verið í áraraðir. Þær geta hins vegar skapað hættu fyrir leikmenn vegna þess að þær safna upp ryki hraðar en hinn almenni gólfflötur. „Það er alveg hægt að halda þessu góðu með því að þrífa þetta reglulega. Það hefur því miður ekki gengið nógu vel. Ég veit að félögin hafa reynt það en það hefur ekki gengið því þau gleyma að þrífa þetta. Svo er æfing og einhver rennur á þessu. Vegna þess að þetta safnar upp meiri ryki heldur en parketið,“ segir Kjartan. Tekjur sem félög njóti af auglýsingum sem þessum séu óverulegar en þó misjafnar. Unnt sé að setja öryggi leikmanna ofar örfáum þúsundköllum. „Félögin gera þetta með mismunandi hætti. Sum hafa dregið mikið úr þessu og komin með LED [skilti] á vellina. Önnur eru enn með margar auglýsingar á völlunum. Fyrir okkur er mikilvægt að við náum að ramma þetta betur inn, að koma LED-skiltum sem víðast á móttsstað. Það er held ég framtíðin,“ segir Kjartan. Handboltalið spila víða á sömu völlum og körfuboltalið landsins og því ljóst að handboltahreyfingin þyrfti að vera með körfuboltanum í liði eigi að takast að útrýma auglýsingunum. Fyrst þurfi hins vegar að samþykkja reglubreytinguna hjá KKÍ. „En fyrst þarf þetta að fara fyrir KKÍ og þau að ákveða þetta. En við frá félögunum leggjum þetta til, að við hættum að vera með auglýsingar á völlunum,“ segir Kjartan. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
KKÍ Subway-deild karla Subway-deild kvenna Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira